Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2013, Page 162
162
ekki niðurstaða ferlis miðlunar, túlkunar og tjáningar heldur vélrænt sköp-
unarverk og þar liggur rót áhrifamáttarins: „Allar listgreinar grundvallast
á návist mannsins, aðeins ljósmyndin nýtur góðs af fjarveru hans,“ segir
Bazin.38 Það sem löngum hafði þótt draga úr listrænu gildi kvikmynda-
miðilsins, vélrænn eftirlíkingarmáttur hans, verður hér að kraftbirting-
arhljómi nýrrar vélknúinnar tjáningar sem birtir okkur veruleikann án
slikju vanabindingar og lífsþreytu: „Aðeins hlutlaus linsan, eftir að hafa
fjarlægt viðfangið úr sjónmáli hins vanafasta, sópað burt þeim hugrænu
óhreinindum fyrirframgefinnar merkingar sem augu mín óhjákvæmilega
ata það, birtir miðillinn mér veruleikann í óspjallaðri mynd og gefur þannig
kost á endurnýjun tilfinningalegra tengsla“.39 Hér má greina samhljóm með
framandgervingarhugmyndum rússnesku formalistanna og rétt eins og hjá
Viktor Shklovskij er það tiltekin „tækni“ sem Bazin horfir hér til, og jafnvel
með enn bókstaflegri hætti – og siðferðislega hliðin er einnig sambæri-
leg.40 Þegar öllu er á botninn hvolft fólst gildi framandgervingarinnar hjá
formal istunum í þeirri húmanísku sannfæringu að veruleikinn verðskuldi og
umbuni athygli okkar, og samskonar hugsun er í forgrunni hjá Bazin.41
Bazin bendir jafnframt á að tilkoma kvikmyndarinnar hafi létt raun-
sæisokinu af öðrum listgreinum og greitt fyrir þróun myndlistar í átt að
óhlutbundinni tjáningu, enda hafi ljósmynda- og kvikmyndatæknin tekið
við því varðveisluhlutverki sem raunsæisformum hefur jafnan verið ætlað í
sögunni. Hér komum við að síðari helmingi kenningar Bazin; tilkoma kvik-
myndarinnar er óhjákvæmileg niðurstaða sögulegrar framvindu. Viljinn til
að varðveita reynslu og minningar, og jafnvel ummerki um sjálfið, er æva-
forn að mati Bazin og rekur hann birtingarmyndir þessa vilja – sem hann
á eftir að kenna við áráttu – til Egyptalands til forna. Þar, í hefðum og
siðvenjum líksmurninga, telur Bazin sig hafa fundið fyrstu ummerkin um
„milliliðalaust“. Sjá umræðu um þetta í Philip Rosen, Change Mummified. Cinema,
Historicity, Theory, Minneapolis og London: University of Minnesota Press, 2001,
bls. 3–43.
38 André Bazin, „The Ontology of the Photographic Image“, bls. 13.
39 Sama heimild, bls. 15.
40 Vissulega eru þær aðferðir sem Bazin ræðir annars vegar og formalistarnir hins
vegar ólíkar en í báðum tilvikum er stefnt að endurnýjun skynjunar á veruleikanum
í krafti listrænnar tjáningar.
41 Viktor Shklovskij, „Listin sem tækni“, þýð. Árni Bergmann, Spor í bókmenntafræði
20. aldar: frá Shklovskíj til Foucault, ritstj. Garðar Baldvinsson, Kristín Birgisdóttir
og Kristín Viðarsdóttir, Reykjavík: Bókmenntafræðistofnun Háskóla Íslands, 1991,
bls. 21–42.
BjöRn ÞÓR vilHjÁlMsson