Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2013, Page 164
164
Enda þótt Bazin sé jákvæður í garð listformsins sem hann ræðir um,
hlýtur sú hugsun að læðast að lesandanum að tækni sem byggir áhrifamátt
sinn á dulvitaðri þrá eftir nærveru hins smurða líks eigi sér ef til vill ákveðn-
ar skuggahliðar; að þótt „skuggarnir“ sem birtast á tjaldinu geri okkur ekki
kleift að yfirstíga mörk dauðans líkt og Frankenstein-hugmyndafræðin
daðrar við, þá skírskoti eiginleiki þeirra að halda áhorfendum hugföngnum
óþyrmilega til hellisallegóríu Platóns. Í slíku samhengi er ef til vill við
hæfi að hryllingsmynd verði fyrir valinu til að kanna þessar hugmyndir,
kvikmynd sem einmitt er ætlað að vekja áhorfendur til umhugsunar um
dauðleika og endimörk líkamans.
Þegar haft er í huga að í grunninn lúta kenningar um vísinn og ímynd-
ina að hugmyndum um varðveislu, spillir ekki heldur fyrir að söguþræði
Vaxmyndasýningarinnar vindur fram í rými sem einkennist öðru fremur af
því sem Benjamin Browser hefur kallað „andrúmsloft endurminningarinn-
ar“, en þar á hann við safnarými sem ekki aðeins leggur áherslu á miðlun
sögunnar heldur gerir það með tæknilegum aðferðum sem framkalla allt-
umlykjandi tilfinningu fyrir nærveru hins liðna.44
Frá draumvinnslu til vaxvinnslu
Kvikmyndin Vaxmyndasýningin frá árinu 1924 er forvitnilegt dæmi um
vangaveltur um vensl sögulegs minnis, tæknilegrar endurframleiðslu
ímyndarinnar og nýjungagildis kvikmyndarinnar. Þar er jafnframt varpað
fram spurningum um möguleika kvikmyndarinnar, og annarra forma eft-
irlíkinga og miðlunar, til þess að miðla söguvitund. Sögusvið myndarinnar
í vaxmyndasýningartjaldi í skemmtigarði hefur marvíslegar menningar-
legar og sjálfsvísandi skírskotanir, en það myndar frásagnarramma utan
um þrískipta frásögn Vaxmyndasýningarinnar. Þar „lifna“ þrjár alræmdar
sögulegar persónur við í hverjum hluta fyrir sig, þegar ungt skáld er feng-
ið til þess að smíða sögur út frá vaxmyndum af Harun al-Rashid, kalíf-
anum í Bagdad, Ívani grimma Rússakeisara og raðmorðingjanum Kobba
kviðristi.45 Þar með skapar kvikmyndin áhorfsreynslu sem felur í sér flakk
44 Benjamin C. Browser, „The Preserving Machine: The ‘New’ Museum and Work-
ing through Trauma – The Musée memorial pour la Paix of Caen“, History &
Memory, 1/1999, bls. 77–103, hér bls. 77–79.
45 Rétt er að taka fram að það er sem myndin blandi saman tveimur „goðsögulegum“
verum í persónu Kobba, því í ensku textaspjöldunum með bandarískri Kino-útgáfu
myndarinnar er styttan af honum kynnt sem „Spring Heeled Jack“ eða Skoppu-
BjöRn ÞÓR vilHjÁlMsson