Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2013, Page 165
165
um ólík og ógnvænleg svið í tíma og rúmi, þar sem haldið er á vit kyn-
óra, hugsýki og annarleika sem tvinnast saman við „sögulega“ endurfram-
leiðslu myndarinnar.46
Vaxmyndsýningin er jafnan talin til lykilverka þýska expressjónismans,
stefnu sem átti mikinn þátt í að færa framúrstefnulegar aðferðir í kvik-
myndagerð inn í meginstrauminn. Expressjónisminn leitaðist við að brjóta
upp þau viðmið veruleikalíkingar og markvissrar frásagnartækni sem festi
sig í sessi á þriðja áratugnum og eru kennd við klassísku Hollywood-
frásagnarkvikmyndina.47 Brautryðjendaverk expressjónísku stefnunnar í
skratti. Er þar vísað til lífseigrar breskrar mýtu frá Viktoríutímabilinu um furðuveru
með klær sem hrellir konur að næturlagi. Sjálf er styttan í vaxmyndasafninu hins
vegar merkt með spjaldi sem á stendur „Jack the Ripper“ og í nafnalistanum í byrjun
myndar er Werner Krauss kynntur sem túlkandi Kobba. Hér stendur áhorfandi
frammi fyrir ýmsum erfiðleikum. Kino-útgáfan byggir texta- og textaspjöld sín
á enskum og frönskum útgáfum af myndinni sem varðveist hafa en upprunaleg
þýsk textaspjöld eru fjarri góðu gamni. Fræðimenn sem um myndina skrifa ganga
almennt út frá því vísu að um Kobba sé að ræða frekar en Skoppuskratta (á það við
um Siegfried Kracauer, Lotte Eisner, Thomas Elsaesser og Paul Cook) og er svo
sem ekki undarlegt; myndræn útfærsla ógnvaldsins minnir í engu á lýsingarnar á
Skoppuskratta en vísar hins vegar mjög sterkt til hugmynda um Kobba kviðristi.
Í ljósi þess hvernig Krauss færist milli staða á ógnarhraða má þó hugsanlega segja
að persónugerðirnar tvær renni saman með einhverjum hætti.
46 Upphaflega var ráðgert að segja fjórar sögur, enda eru vaxmyndirnar á sýningunni
fjórar talsins. Sú fjórða var aldrei gerð. Styttan sem ekki er skýrð með textaspjaldi
er Rinaldo Rinaldini, en hann hefði verið viðfang fjórða frásagnarhlutans hefði
hann verið gerður, sjá Paul Cook, German Expressionist Films, Vermont: Trafalgar
Square Publishing, 2002, bls. 30.
47 Thomas Elsaesser hefur bent á að þótt alla jafna sé átt við tiltekin formræn atriði
þegar rætt er um expressjónisma í kvikmyndagerð (óvenjuleg tilbrigði í lýsingu,
stílfærða sviðsmynd, þrúgandi rýmissköpun o.fl.) sé að mörgu leyti vandasamt að
beita þessu hugtaki á þýska kvikmyndagerð þriðja áratugarins. Expressjónisminn
í kvikmyndagerð kemur fram þegar expressjónisminn í bókmenntum og listum er
að fjara út og er orðinn að stíl, tísku og jafnvel meðvitaðri (vöru)hönnun. Elsaesser
bendir t.a.m. á að notkun þýska kvikmyndaiðnaðarins á hugtakinu hafi einna helst
svipað til vörumerkjastýringar eða auglýsingaherferðar þar sem expressjónisma-
hugtakinu var markvisst beitt til að varpa hámenningarljóma á menningarafurðir
sem á þessum tíma þóttu ekki fínn pappír og til að mæta andúð á þýskum útflutn-
ingi í kjölfar fyrra stríðs. Þá var hugtakið notað með almennum hætti um þýska
kvikmyndagerð tímabilsins í heild og er fyrir vikið mjög ónákvæmt greiningartæki.
Þess ber þó að geta að jafnvel þar sem leitast hefur verið við að takmarka og
þrengja notkun hugtaksins, líkt og skrif Barry Salt eru dæmi um en hann bendir
á að aðeins sjö kvikmyndir þriðja áratugarins séu í raun expressjónískar, þá er
Vaxmyndasafnið jafnan talið til þess hóps. Fyrir liggur þó að expressjónismahugtakið
í kvikmyndagerð stendur í takmörkuðum tengslum við framúrstefnulegan upp-
runa sinn og ljóst má vera að hugtakanotkunin hefur sérstaka og afmarkaða virkni
SöGUR ÚR VAXMYNDASAFNINU