Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2013, Qupperneq 166
166
kvikmyndagerð var Klefi Dr. Caligaris/Das Cabinet des Dr. Caligari sem
kom út árið 1920 í leikstjórn Robert Wiene og vakti mikla athygli bæði
í Þýskalandi Weimar-áranna og víðar í Evrópu og Bandaríkjunum fyrir
skapandi nálgun að kvikmyndagerð. Raunsæislegri sviðsmynd var varpað
fyrir róða og þess í stað notast við augljóslega málaðar og pappasniðnar
sviðsmyndir ættaðar úr expressjóníska málverkinu og leikhúsinu. Í Klefa
Dr. Caligaris vindur fram sögu af hinum dularfulla Caligari sem heldur
farandsýningar á svefngengli í skemmtigörðum, svefngengli sem tekur í
kjölfarið að myrða íbúa smábæjarins Holstenwall. Framúrstefnuleg sviðs-
mynd kvikmyndarinnar fól í sér áhrifamikla nýjung en hún einkennist af
bjöguðum formum, skörpum andstæðum og mynstrum sem túlka skelf-
ingarþrungið hugarástand og skapa formræna samsvörun milli manns og
umhverfis. Leikur er tilþrifakenndur og andraunsæislegur, en allt miðaði
þetta að þeirri grunnhugsun expressjónismans að miðla órum og þjáning-
um sálarlífsins með því að varpa ákveðnu „hugarástandi“ á ytri veruleika.
Vaxmyndasýningin kallast á við Klefa Dr. Caligaris og þær grunnlínur
expressjónismans sem gjarnan eru tengdar mynd Wiene í nokkrum lyk-
ilatriðum. Í fyrsta lagi er notast við afgerandi expressjóníska sviðsmynd
í köflunum þremur þar sem horfið er á vit frásagnanna af kalífanum,
keisaranum og kviðristinum. Þá kallast grunnsögusvið myndarinnar, þ.e.
skemmtigarðurinn þar sem vaxmyndasýninguna er finna, á við sögusviðið
í Klefa Dr. Caligaris. Í báðum myndum felur sögusviðið í sér mikilvæga
sjálfsvísandi virkni – rýmið sem um ræðir er umgjörð fyrir afþreying-
artengda skemmtun, þar sem áhorfanda er, líkt og þótti einkennandi fyrir
nýjabrumsskemmtun kvikmyndarinnar, freistað með fyrirheitum um eitt-
hvað æsandi og áður óséð, eitthvað sem þenur mörk skynjunar og upp-
lifunar. Þá fara lykilleikarar úr Klefa Dr. Caligaris, þeir Conrad Veidt og
Werner Krauss, með hlutverk kalífans annars vegar og hins óhugnanlega
Ívans grimma hins vegar, en tilþrifamikill og ágengur leikstíll stefnunnar
er þar jafnframt viðhafður. Þessir þættir gegna allir mikilvægu hlutverki
við að skapa söguheiminum huglæg áhrif og annarlegt andrúmsloft þar
sem opnað er fyrir fantasíu og hið óvænta.
Þó er mikilvægur munur á vettvangi sýningar Caligari og vaxmynda-
sýningarinnar í kvikmynd Leni. Sögusvið fyrrnefndu myndarinnar hefur
í kvikmyndaumræðu og það er með slíkum fyrirvörum sem rætt verður um það í
þessari grein. Sjá Thomas Elsaesser, Weimar Cinema and After. Germany’s Historical
Imaginary, London og New York: Routledge, 2000, bls. 18–61. Elsaesser vitnar í
Barry Salt, „From Caligari to who?“, Sight and Sound, vor, 1979, bls. 119–123.
BjöRn ÞÓR vilHjÁlMsson