Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2013, Síða 170
170
sem þannig er skapaður milli persóna sem tilheyra ólíkum tímabilum
(skáldið og Assad, Eva og Zara) hliðstæðu við þá rökvísi sem Freud áleit
að einkenndi dulvitundina. Líkt og rætt er hér að framan grípur Freud til
myndlíkingar við borg þar sem ólík söguleg tímabil eru til sýnis á sama
tíma, jafnvel á sama stað til að draga fram hversu lífseig minnisspor í raun
eru, og hér sýnir kvikmyndin fram á sambærilegt vald yfir tíma, sambæri-
lega getu til að draga saman í eitt og sama rýmið það sem annars ætti að
vera aðskilið.
Þó er rétt að árétta að aðferðin sem hér er notuð til að draga fram og
undirstrika varðveisluhæfileika kvikmyndarinnar tengist ekki með beinum
hætti þeirri fagurfræði og hugmyndafræði sem rædd hefur verið í samhengi
við vísinn heldur fyrst og fremst klippitækni. Það að tíminn er færður inn
í tækið, inn í vélina, þýðir að „fangelsisveröldin“ sem Benjamin nefndi
svo, og átti við þann skynjunarramma sem hugverunni er áskapaður, er
„sprengd[ur] upp“; með klippitækni er hægt að móta og meitla tíma eftir
hentisemi þess sem stýrir tækninni.51
Anne Friedberg hefur í áþekku samhengi rætt um nýjungina sem fel-
ist í „kvikmyndalegri fortíð“ (e. cinematic past), það er að segja hvernig sú
staðreynd að ljós- og kvikmyndaímyndir eru nú varðveittar röska öld aftur
í tímann umbreyti því sem sjálfsverunni er mögulegt að skynja. Rýmis-
og tímaleg mörk sjónsviðsins víkka út í krafti kvikmyndatækni sem getur
fært fortíðina inn í nútíðina, og það sem er fjarlægt er fært í námunda við
áhorfandann.52 Í kenningasmíð sem þessari er tekist á við áhrif nýs list-
miðils og nýrrar tækni til að afhjúpa skynveruleikann, varðveita minning-
ar – einkalegar, samfélagslegar og sögulegar – og skapa þannig sögulega
minnisvarða. Kvikmyndinni fylgir nýtt samband milli áhorfenda, tíma og
skynjunar, líkt og Benjamin, Burch og Friedberg benda á, en innleiðslan
í fyrstu söguna í Vaxmyndasýningunni dregur alla þessa þætti fram með
táknrænum hætti.
Næsta saga er um margt ólík þeirri fyrstu, sem leitar á melódramatískar
slóðir. önnur sagan, af Ívani grimma, færir andrúmsloft kvikmyndarinnar
yfir á það myrka og dramatíska svið sem þykir einkennandi fyrir þýska
expressjónismann. Þar færist dauðaóttinn jafnframt í forgrunn og þrá-
hyggjukennd tilraun til að yfirstíga dauðann með því að reyna að stjórna
hinum óhöndlanlegu mörkum sem skilja að líf og dauða. Upphaf kaflans
51 Walter Benjamin, „Listaverkið á tímum fjöldaframleiðslu sinnar“, bls. 571.
52 Anne Friedberg, Window Shopping, bls. 8.
BjöRn ÞÓR vilHjÁlMsson