Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2013, Síða 171
171
um Ívan kynnir hann til sögunnar sem „blóðþyrst skrímsli sem breytti
heilum borgum í grafreiti, veldi hans einkenndist af pyntingum, djöfulskap
og dauða“. Þá er hans helsti aðstoðarmaður eiturbrasari og er aðferðafræði
þeirra vandvirknisleg og sömuleiðis sadísk. Fórnarlömbunum er byrlað
langverkandi eitur og verkunartíminn er tímasettur með stundaglasi, sem
snúið er á hvolf þegar örlög hins eitraða eru ráðin þannig að „sandkornin
telja tímann fram að dauðastundinni“.
Í upphafi sögunnar fylgjumst við með Ívani ástunda sína uppáhaldsiðju,
sem felst í því að halda í pyntingardyngju sína og fylgjast þar með fórn-
arlömbum sem hann hefur eitrað fyrir. Hann sest hjá fanga sem hlekkj-
aður er andspænis stundaglasi, sem er við það að tæmast, og horfir af
tryllingslegri áfergju á síðasta kornið falla og fangann gefa upp öndina.
Hin nákvæma „tímasetning“ eitrunarinnar er vitanlega einungis möguleg í
sviðsetningu kvikmyndar, en með þessari hugmynd eru tengsl tíma og lífs
jafnframt sett í forgrunn, ekki eingöngu sem heimspekilegt viðfangsefni,
heldur, líkt og í upphafi fyrstu sögunnar, til að vísa á og draga fram hvernig
kvikmyndamiðillinn er fær um að ná ákveðinni stjórn á framvindu tímans
með framsetningaraðferðum sínum og tækni. Með eitrunaráhuga sínum
hefur Ívan að vissu leyti fundið upp aðferð sem býr yfir áþekkum mætti og
kvikmyndatæknin, þar sem hann hefur skapað sér miðil til þess að fikta við
mörk lífs og dauða og gerast áhorfandi að ferli þar sem fórnarlömb hans
gefa upp öndina á nákvæmu augnabliki sem hann hefur sjálfur lagt drög
að. Eitrunin er þannig nokkurs konar aftöku- eða „snöff“-gjörningur þar
sem hann getur orðið í senn morðinginn og áhorfandinn.
Í síðari hluta sögunnar af Ívani er sjónum beint að veldi hins vitstola
keisara. Enginn er óhultur fyrir návist hans, m.a. vegna væni sjúks dauða-
ótta. Í stað þess að stjórna keisaradæminu fara kraftar hans í að reyna að
stjórna dauðanum, en hann lætur myrða hvern þann sem hann telur ógna
sér. Áður en haldið er til brúðkaups ungs aðalsfólks (sögumaðurinn setur
þar sjálfan sig og Evu í hlutverk væntanlegra brúðhjóna) neyðir hann föður
brúðarinnar til þess að eiga við sig fataskipti til að villa um fyrir launmorð-
ingjum, en sjálfur þykist Ívan vera vagnstjórinn. Sigri hrósandi kemur
hann til veislunnar með lík föður brúðarinnar, sem fallið hefur fyrir örvum
launsátursmanna, í farteskinu. Á endanum gerir dauðastjórnunarþráhyggja
Ívans hann þó vitstola. Þegar keisarinn tekur að gruna sjálfan eiturgerð-
armeistara sinn um græsku lætur hann myrða hann, en sá hafði séð örlög
sín fyrir og hefnt sín fyrirfram með því að skrifa nafn keisarans á eiturstun-
SöGUR ÚR VAXMYNDASAFNINU