Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2013, Síða 177
177
Ritið 2/2013, bls. 177–200
Andreas Huyssen (f. 1942) er þýskur að uppruna en hefur lengst af starfað við
Columbia-háskóla í New York sem prófessor í samanburðarbókmenntum.
Hann hefur einkum sérhæft sig í módernisma, framúrstefnu og rannsóknum
á menningarlegu minni.1 Greinin sem hér birtist í íslenskri þýðingu tengist
fyrstnefnda sviðinu og hnattvæðingu, sem hann hefur tekið að veita sérstaka
athygli á síðustu árum.2 Greinin er hluti af landfræðilegri vakningu í rann-
sóknum á módernisma sem meðal annars hefur verið rakin til bókarinnar sem
þessi grein birtist upphaflega í, Geographies of Modernism. Literatures, Cultures,
Spaces.3 En greinin horfir einnig aftur til rits sem Huyssen sendi frá sér árið
1986, After the Great Divide. Modernism, Mass Culture and Postmodernism, og
er lykilverk í rannsóknum á módernisma.4 Í því fjallar hann um sambandið
á milli hámenningar og fjöldamenningar í hinum vestræna heimi. Að mati
Huyssens hefur verið gjá þarna á milli og hún hefur ekkert minnkað þó að
ýmsar tilraunir hafi verið gerðar til að brúa hana, bæði í módernískri menn-
ingu og póstmódernískri. Í greininni sem hér fylgir bendir Huyssen á að hægt
1 Um síðastnefnda þáttinn í rannsóknum Huyssens fjallar Gunnþórunn Guðmunds-
dóttir í formála að þýðingu sinni á grein hans um efnið í síðasta hefti Ritsins, sjá
Andreas Huyssen, „Minnisvarðar og helfararminni á fjölmiðlaöld“, Gunnþórunn
Guðmundsdóttir þýddi, Ritið 1/2013, bls. 207–221, hér bls. 207–208.
2 Huyssen hefur ekki aðeins skoðað hnattvæðingu í tengslum við módernisma. Í
nýlegu riti fjallar hann um hnattvæðingu í samhengi borgarfræða. Sjá Andreas
Huyssen, Other Cities, Other Worlds. Urban Imaginaries in a Globalizing World,
[staðar ógetið]: Duke University Press, 2008.
3 Sjá Andreas Huyssen, „Geographies of Modernism in a Globalizing World“,
Geographies of Modernism. Literatures, Cultures, Spaces, ritstj. Peter Brooker og
Andrew Thacker, London og New York: Routledge, 2005, bls. 6–18. Birt með leyfi
frá Taylor & Francis Books UK, ©Routledge.
4 Andreas Huyssen, After the Great Divide: Modernism, Mass Culture and Postmodern-
ism, London: Macmillan, 1986.
andreas Huyssen
Landfræði módernismans
í hnattrænum heimi
Í minningu Edward W. Said