Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2013, Side 178
178
sé að nýta andstæðutvenndina hámenningu og lágmenningu til að rannsaka
bókmenntir í hnattrænum heimi. Hann leggur til að landfræðilegar sam-
anburðarbókmenntir verði efldar með þessum hætti til að varpa ljósi á þróun
módernisma á ólíkum menningarsvæðum heimsins.
Hið landfræðilega sjónarhorn á módernismann er öðrum þræði viðbragð
við tilhneigingu til þess að einblína á módernismann sem tímabil í menn-
ingarsögunni er átti sér skýrt upphaf og skýran endi (oft 1890 til 1930)5. Hin
þrönga afmörkun í tíma þýddi að módernisminn var þar með afmarkaður við
ákveðið svæði, lönd eða borgir. Væri miðað við 1890 til 1930 eða jafnvel 1940,
þá gat sögusviðið varla verið annað en háborgir menningarinnar í Evrópu og
Bandaríkjunum – hinar klassísku miðjur alþjóðlegs módernisma – svo sem
London, París og Róm, Berlín og Moskva, Chicago og New York. Flestar
aðrar borgir voru utan tímarammans og þar með á landfræðilegu jaðarsvæði.
Á síðustu árum hafa fræðimenn aftur á móti markvisst tekið að beina sjónum
að módernisma hvar sem hann lætur á sér kræla í heiminum og þá hvenær sem
það gerist. Spurning velska bókmenntafræðingsins Raymonds Williams um
það hvenær módernisminn var og hét hefur þokað æ meir fyrir spurningum
um það hvar hann hafi verið og þá hvaða módernismi, skrifaður hvenær, hvers
vegna og síðast en ekki síst í hvaða samhengi.6 Þetta nýja sjónarhorn felur í sér
að afmörkun módernisma í tíma er nú ekki jafn skýr og stundum var látið í
veðri vaka. Það er meðal annars í ljósi þess sem því er oftar haldið fram að
módernisminn hafi fjarri því runnið sitt skeið á enda.7 Þetta nýja sjónarhorn
felur jafnframt í sér að landfræðileg afmörkun miðast ekki lengur við þá ein-
földu skiptingu í miðju og jaðar sem gengið hefur verið út frá í umræðu um
alþjóðlegan módernisma á undanförnum áratugum.
5 Sjá Malcolm Bradbury og James McFarlane (ritstj.), Modernism. A Guide to European
Literature 1890–1930, London: Penquin Books, 1991 [1976].
6 Sjá Raymond Williams, „When Was Modernism?“, Politics of Modernism: Against
the New Conformists, London: Verso, 1989, bls. 31–35 og Laura Doyle og Laura
Winkiel, „Introduction: The Global Horizons of Modernism“, Geomodernisms.
Race, Modernism, Modernity, Bloomington og Indianapolis: Indiana University
Press, 2005, bls. 1–14, hér bls. 1.
7 Sjá til dæmis Alex Davis og Lee M. Jenkins, „Locating Modernisms: An Overview“,
Locations of Literary Modernism. Region and Nation in British and American Modernist
Poetry, ritstj. Alex Davis og Lee M. Jenkins, Cambridge: Cambridge University
Press, 2000, bls. 3–29, hér bls. 4. Sjá umræðu um sama efni út frá öðru sjónarhorni
hjá Ástráði Eysteinssyni og Vivian Liska, „Introduction. Approaching Modern-
ism“, Modernism, 1. b., ritstj. Ástráður Eysteinsson og Vivian Liska, A Comparative
History of Literature in European Languages, XXI. b., Amsterdam/Philadelphia: John
Benjamins Publishing Company, 2007, bls. 1–8, og Ástráði Eysteinssyni, „Mod-
ernismens slutninger“, Modernismens historie, ritstj. Anker Gemzøe og Peter Stein
Larsen, København: Akademisk Forlag, 2003, bls. 312–331.
andREas HuyssEn