Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2013, Síða 180
180
verið til umræðu og sömuleiðis andstæður hans, þverþjóðlegur módernismi
(e. transnational modernism), og hnattrænn módernismi (e. global modernism),
eða hnattrænir módernismar eins og talað er um í handbók um efnið sem
kom út 2012, The Oxford Handbook of Global Modernisms.11 Árið 2005, sama ár
og áðurnefnt greinasafn Peters Brooker og Andrews Thacker, Geographies of
Modernism, kom út, settu Laura Doyle og Laura Winkiel svo á flot hugtakið
‚landfræðilegir módernismar‘ í samnefndu greinasafni sínu, Geomodernisms.
Sum þessara hugtaka koma fyrir í grein Andreas Huyssen sem hér er prentuð
en sjálfur bendir hann á að módernisminn leiki lausum hala og talar um mód-
ernisma vítt og breitt (e. modernism at large).12
Greinin er góður inngangur að landfræðilegum módernisma en framlag
hennar er einkum fólgið í útleggingu Huyssens á því hvernig sé hægt að styðj-
ast við andstæðutvenndina hámenningu og lágmenningu til að efla landfræði-
legar samanburðarbókmenntir.
Þröstur Helgason
Landfræði klassísks módernisma takmarkast fyrst og fremst við heims-
borgir og þá tilraunastarfsemi og það umrót sem varð í menningarlífi
þeirra: Baudelaire var í París, Dostoevsky og Mandelstam í Pétursborg,
Schönberg, Freud og Wittgenstein í Vín, Kafka í Prag, Joyce í Dublin,
fútúristarnir í Róm, Woolf í London, dadahreyfingin í Zürich, Blái ridd-
arinn í München, Brecht, Döblin og Bauhaus í Berlín, Tretjakov í Moskvu,
súrrealismi og kúbismi í París og Dos Passos á Manhattan. Þetta er auðvit-
11 Um svæðisbundinn módernisma sjá til dæmis Scott Herring, „Regional Mod-
ernism: A Reintroduction“, Modern Fictional Studies 1/2009, bls. 1–10. Um þver-
þjóðlegan módernisma sjá Jessica Berman, Modernist Commitments: Ethics, Politics
and Transnational Modernism, New York: Columbia University Press, 2011. Um
hnattræna módernisma sjá Mark Eatough og Mark Wollaeger (ritstj.), The Oxford
Handbook of Global Modernisms. Fræðimenn hafa einnig slegið þessum andstæðu
pólum í landfræði módernismans saman með ýmsum hætti, sjá til dæmis Jessica
Berman, „Toward a Regional Cosmopolitanism: The Case of Mulk Raj Anand“,
Modern Fictional Studies 1/2009, bls. 142–162. Hér mætti einnig minnast á hug-
tak Rolands Robertson um „hnattstæðingu“ eða „glókalisma“ þar sem orðunum
„glóbal“ og „lókal“ er slegið saman. Sjá Roland Robertson, Globalization: Social
Theory and and Global Culture, London: Sage Publications, 1992 og „Glocalization:
Time-Space and Homogeneity-Heterogeneity“, Global Modernities, ritstj. Mike
Featherstone, Scott Lash og Roland Robertson, London o.v.: Sage Publications,
1995, bls. 25–44. Íslenskun á hugtaki Robertson er fengin úr grein Ástráðs Ey-
steinssonar framar í þessu hefti Ritsins.
12 Sjá einnig Andreas Huyssen, „Modernism at Large“, Modernism, 1. b., bls. 53–
66.
andREas HuyssEn