Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2013, Page 182
182
hinnar listrænu og hinnar pólitísku byltingar og náðu hámarki fljótlega
eftir októberbyltinguna. Á þessum áratugum voru heimsborgirnar enn
eins konar nútímavædd eylönd á menningarsvæðum sem einkenndust af
hefðbundnu sveita- og smábæjarlífi. Evrópskur módernismi (sem einhvers
konar yfirhugtak) varð með öðrum orðum til á þröskuldi heims sem enn
var ekki að öllu leyti nútímalegur, þar sem gamalt og nýtt rakst harkalega
saman og kveikti neistann að hinu mikla sköpunarbáli sem löngu síðar
fékk heitið ‚módernismi‘. Ef umbrot voru þær aðstæður sem gerðu upp-
gang módernismans í Evrópu mögulegan má draga eftirfarandi ályktanir:
Umbreytingin til nútímalegri heims mótaði einnig, þó með ólíkum hætti,
lífið í nýlendunum og hún varð knýjandi afl í þróun eftirlendunnar eftir
síðari heimstyrjöld. Á tímum kalda stríðsins þróaðist vestrænn módern-
ismi aftur á móti í nútíma neyslusamfélagi og missti við það talsvert af
broddi sínum. Það er reyndar ekki hægt að fjalla um módernisma sem and-
ófsmenningu án þess að kynna til sögunnar hugtakið um aðra nútíma, sem
fjölmargar birtingarmyndir módernismans og ólíkar leiðir þeirra tengjast
á margslunginn hátt.
Aðrir nútímar
Eftir að póstmóderníska æðið náði hámarki sínu í Bandaríkjunum á miðjum
níunda áratugnum varð mikil endurvakning í umræðum um nútímann í hug-
vísindum og félagsvísindum. Um nokkurt skeið hafði hann hímt afskiptalaus
á neðstu þrepum í virðingarstiga fræðanna en fékk nú uppreisn æru. ég
tek alls ekki undir með Fredric Jameson sem telur umræðuna vera aftur-
för,15 heldur lít ég á hana sem ferskan andblæ í hugvísindum og félagsvís-
indum sem blæs burt þoku póstmódernismans. Hinn þröngi póstmódern-
íski skilningur, að nútíminn sem á rætur í upplýsingunni sé skammarlegt
afsprengi Vesturlanda, hefur alltof lengi verið ráðandi. En valið stendur ekki
á milli slíkra sjónarmiða og einhvers konar dýrkunar á nútímavæðingu. Við
verðum að átta okkur á hve vafasamt er að líta á „nútímann“ sem „altæka
vestræna hugmynd“16 en um leið gera okkur grein fyrir því að endur-
vakin umræðan um hann fangar eitthvað í hugmyndafræði hnattvæðing-
arinnar. Í henni hafa átök eyðileggingar og sköpunar orðið æ áþreifanlegri á
síðustu áratugum, líkt og á hinum klassíska heimsveldistíma.
15 Fredric Jameson, Singular Modernity, London: Verso, 2002.
16 Michel-Rolph Trouillot, „The Otherwise Modern: Caribbean Lessons from the
Savage Slot“, Critically Modern, ritstj. B.M. Knauft, Bloomington: Indiana Univer-
sity Press, 2002, bls. 220.
andREas HuyssEn