Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2013, Síða 183
183
Hvorki þá né heldur nú er nútíminn eitthvað eitt. Einkum er það hið
nýja sjónarhorn eftirlendufræða og mannfræði sem beinir sjónum okkar að
þeim fjölmörgu myndum sem módernisminn tók á sig og evrópsk-amer-
íska kanónan afskrifaði sem afleiddar og stældar og þar með óekta. Þetta
sjónarhorn er þeim mun meira viðeigandi þar sem við höfum nú gert
okkur grein fyrir því að nýlendustefna og landvinningar voru grundvall-
arskilyrði nútímans og módernisma í listum. Sem dæmi má nefna dýrk-
unina á hinu frumstæða í sjónlistum, eða móderníska rithöfunda svo sem
Benn og Jünger, Eliot, Pound og Bataille sem gerðu hið formóderníska og
barbaríska, hið goðsögulega og ævaforna að viðfangsefni. Tengslin á milli
hins nýja og gamla urðu til í klassískum módernisma, oft með þeim hætti
að hið nýja eignaði sér hið gamla, en þó aldrei án þess að gagnrýni á borg-
aralega siðmenningu og framfarahugmyndir hennar væri til staðar. Þessi
nýi áhugi á birtingarmyndum nútímans utan hins vestræna menningar-
heims á tuttugustu öld hlýtur að tengjast ágreiningi um hnattvæðingu, sér-
staklega hjá þeim sem hafa áhuga á tilurðarsögu hnattvæðingarinnar – sem
spratt ekki fullsköpuð úr höfði kapítalismans eftir kalda stríðið.
Í hinni nýju fræðilegu umræðu um nútímann er honum ekki stillt upp
sem andhverfu síðnútímans, en það hugtakapar, sem óhjákvæmilega er
takmarkandi, liggur að stórum hluta til grundvallar lífseigri andstöðu við
nútímann sem á rætur í póststrúktúralismanum og hæpnum túlkunum á
eftirlendufræðunum.17 Umræðan snýst miklu frekar um það sem Arjun
Appadurai hefur kallað „nútíma vítt og breitt“ og það sem aðrir hafa skil-
greint sem aðra nútíma. Eins og Dilip Gaonkar segir: „Hann [nútíminn]
hefur vaknað, ekki skyndilega, heldur rólega, smám saman – hann hefur
verið lengi að vakna við það að komast í samband; hann hefur borist með
viðskiptum, honum hefur verið útdeilt af heimsveldum undir formerkjum
nýlendustefnunnar, hann hefur verið knúinn áfram af þjóðernishyggju og
er nú í síauknum mæli stýrt af hnattrænum miðlum og fólksflutningum
og hnattrænu fjármagni.“18 Þessi gagnrýna áhersla á aðra nútíma, flókna
sögu þeirra og staðbundin sérkenni er miklu betri nálgun en til dæmis hin
17 Um sögulega og fræðilega lýsingu á þessari umræðu um nútímann sjá Tim Mitchell,
Questions of Modernity, Minneapolis: University of Minnesota Press, 2000. Um
gagnrýni á takmarkandi umfjöllun eftirlendufræða sjá Gayatri Spivak, A Critique
of Postcolonial Reason: Toward a History of the Vanishing Present, Cambridge MA:
Harvard University Press, 1999.
18 Dilip Gaonkar, „Alternative Modernities“, Public Culture 1/1999, bls. 1–18, hér
bls. 1.
LANDFRæðI MÓDERNISMANS Í HNATTRæNUM HEIMI