Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2013, Page 184
184
þvingaða hugmynd um póstmódernismann í Asíu og Rómönsku Ameríku.
Með henni má einnig gagnrýna nýlegar kenningar um hnattvæðingu í
félagsvísindum sem eru takmarkandi og skortir sögulega dýpt og gera
oft lítið annað en að endurvinna gamlar bandarískættaðar hugmyndir frá
tímum kalda stríðsins um nútímavæðingu. Jafnvel þótt Vesturlönd hafi
áfram töglin og hagldirnar og séu prófdómarar nútímans á heimsvísu, eins
og Gaonkar orðar það, eru þau ekki hið eina sanna viðmið menningarþró-
unar eins og net-útópistar og kenningar um dystópíska McDonaldvæðingu
halda fram. Sérstaklega virðist tvíhyggjubábiljan um góðan og slæman
nútíma miðast mjög við ákveðinn tíma og stað um þessar mundir. Vaninn
er að greina módernískar listir og framúrstefnu í Evrópu sem framsækna
andófsmenningu sem stefnt er gegn borgaralegu samfélagi og hagkerfi
nútímans, en sú lýsing á ekki jafn vel við utan Evrópu. Í því sambandi
er nóg að nefna Sjanghæ á fjórða áratugnum, sem varð jarðvegur fyrir
kínverskan kommúnisma,19 og uppgang módernisma í Brasilíu á þriðja
og fjórða áratugnum og þátt hans í framgangi þjóðernisfasisma í landinu.
Þessi tvö dæmi sýna svo ekki verður um villst að þá skýru aðgreiningu sem
gerð var í Evrópu á fagurfræðilegum módernisma og samfélagssögulegum
nútíma var ekki svo auðvelt að heimfæra á aðra staði.
Módernismi vítt og breitt
Landfræði módernismans utan hins vestræna heims var enginn gaumur
gefinn fyrr en eftir hrun sósíalismans og nýlendustefnunnar. Spurningarnar
sem eftirlendufræðin og menningarsagnfræðin hafa varpað fram tengjast
óhjákvæmilega þessari rannsókn. Við getum notað umræðuna um hnatt-
væðingu til að skoða aðra módernisma og það hvernig þeir fléttast saman
við menningarlega og félagslega nútímavæðingu nýlendna og eftirlendna.
En í hnattvæðingunni felast raunverulegar og fræðilegar áskoranir fyrir
rannsóknir á módernisma sem ekki hefur verið brugðist nægilega við. Og
það sem meira er um vert: hnattvæðingin er einnig meiri háttar ögrun við
hefðbundnar og ríkjandi hugmyndir um menninguna sjálfa.
Þróun hnattvæðingarinnar, sem er ólík öðrum sambærilegum fyrirbær-
um svo sem alþjóðavæðingu, heimsvaldastefnu og nýlendustefnu, hefur
fram að þessu fyrst og fremst verið skoðuð út frá hagfræðilegum sjón-
19 Leo Ou-fan Lee, Shanghai Modern. The Flowering of a New Urban Culture in China
1930–1945, Cambridge Ma: Harvard University Press, 1999.
andREas HuyssEn