Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2013, Blaðsíða 186
186
víkkað sjóndeildarhringinn á undanförnum árum, til dæmis með því að
taka til fyrirbæra eins og brasilísku mannátsframúrstefnunnar og karabísks
módernisma. En ferlum og áhrifum þýðinga og búferlaflutninga á milli
landa hafa enn ekki verið gerð fullnægjandi fræðileg skil auk þess sem
rannsóknir á þessum þáttum fara að mestu fram á sviði staðbundinnar
sérhæfingar.
Að mínu mati vantar nothæft líkan fyrir samanburðarrannsóknir svo
hægt sé að nálgast viðfangsefnið á annan hátt en hin hefðbundna aðferð
gerir, en hún ber ævinlega saman menningu einstakra þjóða og tekur
ekki tillit til ójafns straums þýðinga, flutninga og yfirtaka. Michel-Rolph
Trouillot hefur haldið því fram að nútíminn hafi margfalda formgerð:
„Hann þarfnast annars, einhvers viðmiðs að vísa til – fyrirnútíma eða
andnútíma sem nútíminn getur miðað merkingu sína við.“22 Trouillot
heldur einnig fram tvenns konar skyldum en ólíkum tegundum af land-
fræði: landfræði ímyndunarinnar og landfræði skipulagsins sem saman
mynduðu nútímann sem hann kallar „öðruvísi“. Tim Mitchell hefur aftur
á móti haldið því fram að vestrænn nútími hafi alltaf litið á sjálfan sig sem
sögulegt tímabil og viðfangsefni sagnritunar og því sem andstæðu hins
skammvinna og landfræðilega andnútíma.23 Formgerðarrök Trouillots og
söguleg rök Mitchells eiga jafn vel við módernismann. Módernismi hins
landfræðilega ‚andnútíma‘ hefur verið vanræktur, nema auðvitað þegar
hinn hefðbundni eða ‚frumstæði‘ afríski skúlptúr var einfaldlega yfirtek-
inn til að sanna algildi hins móderníska forms. Trocadérosafnið í París og
Nútímalistasafnið í New York eru einkennandi og tíðrædd dæmi um slíka
yfirtöku.24 Við vitum miklu minna um landfræði ímyndunaraflsins utan
hins vestræna heims og þær miklu breytingar sem aðlögun þess að nútíma
heimsborgarinnar hafði í för með sér.
breitt‘ nær að fanga. Um hugtakið blendingur, eins og það er notað hér um mód-
ernisma utan hins vestræna heims, sjá Nestor Garcia Canclini, Culturas hibridas:
estrategias para entrar y salir de la modernidad, Mexico City: Grijalbo, 1989. Í enskri
þýðingu Hybrid Cultures. Strategies for Entering and Leaving Modernity, 2005.
22 Michel-Rolph Trouillot, „The Otherwise Modern: Caribbean Lessons from the
Savage Slot“, bls. 222.
23 Tim Mitchell, Questions of Modernity, bls. 1–34.
24 Sýningin „Primitivism in 20th Century Art“ í Nýlistasafninu í New York árið 1984
kveikti gagnrýna umræðu um þetta. Umræðan hélt svo enn áfram eftir opnun
sýningarinnar „Les Magiciens de la Terre“ í Centre George Pompidou árið 1989.
Sjá til dæmis greinarskrif í Third Text, sérstaklega afbragðsgott framlag Rasheed
Araeen, „Our Bauhaus, Others’ Mudhouse“, Third Text 6/1989, bls. 3–14.
andREas HuyssEn