Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2013, Side 187
187
Þverþjóðlegar bókmenntir
Deilurnar um nútímann og módernismann tengjast hugmyndinni um hnatt-
rænar bókmenntir sem hefur mikið verið rædd undanfarið.25 Umræðan fer
fljótlega eins og af sjálfu sér að snúast um fyrirheitna landið hans Goethes,
Weltliteratur. Það er hugmynd sem varð til árið 1827 og hefur síðan verið
viðmið í umræðum um aðferðir samanburðarbókmennta, jafnvel þótt fræði-
greinin hafi þar til nýlega einblínt á þrenningu evrópskra bókmennta og
tungumála (frönsku, ensku og þýsku), auk örfárra meistaraverka af öðrum
þjóðernum sem hafa hrotið ofan í bræðinginn. Þessa landfræðilegu tak-
mörkun væri í sjálfu sér hægt að færa til betri vegar, en málið vandast þegar
kemur að fræðilegum takmörkunum. Þeir sem hampa hnattrænum bók-
menntum sem nýju og víðfeðmara formi af heimsbókmenntum Goethes líta
framhjá þeirri staðreynd að bókmenntir skipa ekki lengur heiðurssess sem
helsti menningarmiðillinn eins og þær gerðu á nítjándu öld.
Við þurfum því að nálgast vandann með öðrum hætti, ekki síst vegna
þróunar innan módernismans sjálfs, svo sem tilkomu nýrra miðla og
útvíkkun hinnar hámenningarlegu hugmyndar um ‚hið bókmenntalega‘
til hins yfirgripsmikla textahugtaks. Það sem Adorno lýsti í einni af sínum
síðustu ritgerðum, „Kunst und die Künste“ sem Verfransungsprozess –
eyðingu á sérkennum listrænna miðla og margslungnum áhrifum þeirra
hvers á annan – hefur um aldur og ævi breytt eðli og virkni bókmennta.26
Bókmenntir sem miðill gegna ekki lengur meginhlutverki í mótun sjálfs-
mynda og þjóðlegrar menningar og því mætti umorða spurningu Goethes
og spyrja: Er til eitthvað sem heitir Weltkultur, heimsmenning eða hnatt-
ræn menning, og sé svo, hvaða hugtök ná í senn yfir hana og hin stað-
bundnu, þjóðlegu og sífellt fleiri þverþjóðleg afbrigði hennar?
Hið hnattræna mun alltaf verða fyrir áhrifum af staðbundinni menn-
ingu og ekkert var jafn fjarri Goethe og einsleitar heimsbókmenntir.27
25 Sjá til dæmis í nýlegum heftum PMLA, „Globalizing Literary Studies“, PMLA
1/2001 og „Literature at Large“, PMLA 1/2004. Sjá einnig Franco Moretti, „Con-
jectures on World Literature“, New Left Review 1/2000 og Richard Maxwell, Joshua
Scodel og Katie Trumpener, „Editors‘ Preface“, Modern Philology maí 2003, sérhefti
um heimsbókmenntir.
26 Theodor W. Adorno, „Kunst und die Künste“, Ohne Leitbild. Parva Aesthetica,
Frankfurt am Main: Suhrkamp, 1967, bls. 159.
27 Erich Auerbach, „Philology and Weltliteratur“, Centennial Review, vetur 1969,
bls. 1–17. Á frummálinu: „Philologie und Weltliteratur“, Weltliteratur. Festgabe
für Fritz Strich zum 70. Geburtstag, ritstj. Walter Muschg og Emil Staiger, Bern:
Franke Verlag, 1952.
LANDFRæðI MÓDERNISMANS Í HNATTRæNUM HEIMI