Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2013, Page 188
188
Ljóst er að það verður aldrei til nein ‚hrein‘ hnattræn menning sem er
algjörlega óháð staðbundnum hefðum. Sömuleiðis er það liðin tíð að hrein
staðbundin menning geti þrifist án nokkurra áhrifa frá hnattrænni menn-
ingu. Þegar fyrir hundrað árum voru heimsborgirnar staðir þar sem ólíkir
þverþjóðlegir straumar mættust. En hvaða menningarform er hægt að
kalla hnattræn í dag, hvernig eru þau mótuð af markaðsöflunum, þýðing-
unum og fjölmiðlunum og hvernig dreifast þau innan og á milli þjóða?
Hvað, ef eitthvað, var hnattrænt við módernisma? Getur menning verið
hnattræn án þess að dreifast hnattrænt? Er hugmynd Ronalds Robertson
um „hnattstæðingu“28 annað og meira en nothæf klisja um það hvern-
ig hið glóbala (hnattræna) og lókala (staðbundna) blandast? Mér sýnist
lagskipting og stigveldi í fjölþjóðlegum menningarskiptum fá lítið rými
í umræðunni. Er ‚hnattrænt‘ ekki alltof hnattrænt orð til að ná utan um
ferli menningarblöndunar, yfirtökur og gagnkvæma eftiröpun? Og þá sér-
staklega hugtakið hnattrænar bókmenntir sem á yfirleitt fyrst og fremst
við bókmenntir sem eru skrifaðar á ensku fyrir ‚heimsmarkaðinn‘? Einmitt
í því samhengi geta aðrir módernismar bætt sögulegri dýpt og fræðilegri
nákvæmni við umræðuna.
Andstæðuparið hátt og lágt endurheimt
Ljóst er að í hnattvæðingu felast tækifæri fyrir nýjar samanburðarrannsókn-
ir á módernisma, en henni fylgja einnig erfið aðferðafræðileg og praktísk
vandamál. Hverfa verður frá yfirborðslegum athugunum á hnattvæðingu,
þar sem litið er á hana ýmist sem ógnandi vofu eða græðandi ósýnilega
hönd, og hefja rannsóknir á menningarlegri sifjafræði tungumáls, miðlum
og ímyndum og breytingunum sem á þeim verða við það að vera á stöðugri
hreyfingu um hið þverþjóðlega svið. Sé landfræði módernismans skoðuð í
þessu samhengi birtist önnur og óræðari mynd af rýmislegri skipan hlut-
anna, sem er mjög frábrugðin hinum fyrri bókstaflegri skilningi en mikil-
væg í röksemdafærslu minni um undirliggjandi tengsl milli módernisma
og menningarlegrar hnattvæðingar nú um stundir.
Menningarrýminu þar sem módernismann var að finna var skipt í
hámenningu og lágmenningu, elítumenningu og fjöldamenningu sem
sótti í sig veðrið og laut markaðsöflunum. Módernisminn var tilraun til
að snúa hefðbundnum evrópskum hugmyndum um hámenningu gegn
28 Ronald Robertson, Globalization. Social Theory and Global Culture, London: Sage,
1992.
andREas HuyssEn