Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2013, Qupperneq 190
190
Ramayana eru nú um stundir í sífelldri hringrás á milli tungumála og í sjón-
varpi í suðurasískri menningu, baráttuna um konfúsíusarhyggjuna í Kína
eftir fall Maós, hvernig Kínverjar hafa snúið sér að hefðbundinni alþýðu-
menningu til að verjast vestrænni fjöldamenningu eða hinn flókna bræð-
ing spænskrar og portúgalskrar barokkmenningar og indverskra, afrískra
og evrópskra menningarhefða sem bárust með innflytjendum í nokkrum
löndum Rómönsku-Ameríku – þá verður undireins ljóst að sambandið
á milli hámenningar og lágmenningar tekur á sig hinar ýmsu myndir á
mismunandi söguskeiðum og að gjörólíkir pólitískir straumar hafa áhrif á
það.
Ástæðan er ekki eingöngu sú að skilin á milli hámenningar og lágmenn-
ingar hafi riðlast verulega eftir hámódernismann á Vesturlöndum, sem
varð til þess að gagnrýnendur rangtúlkuðu margir hverjir suður amerísku
skáldsöguna þegar hún reis hvað hæst á sjöunda og áttunda áratugnum
sem eins konar póstmóderníska avant la lettre,30 heldur einnig það að ekki
er hægt að gera ráð fyrir því að alls staðar hafi verið til rótgróin hefð
hábókmennta í þeirri mynd sem hún þekkist í evrópsku þjóðríkjunum, til
dæmis Frakklandi, Englandi eða Þýskalandi. Og þar sem innlend hámenn-
ing var til, svo sem í Indlandi, Japan og Kína, var sambandið á milli hennar
annars vegar og valdsins og ríkisins hins vegar óhjákvæmilega allt annað
bæði fyrir nýlendutímann og á honum. Ólík fortíð hefur þannig áhrif á það
hvernig ólíkir menningarheimar hafa unnið úr áhrifum nútímavæðingar
frá því á nítjándu öld og í kjölfarið áhrifum hnattvæðingarinnar, útbreiðslu
miðla, samskiptatækni og neysluhyggju. Sérstaklega má nefna Karíbaeyjar
og Rómönsku-Ameríku þar sem arfleifð innfluttra og innlendra módern-
isma, sem ég kalla módernisma vítt og breitt, er hluti af slíkri úrvinnslu.
Jafnvel þótt fjölmiðlar og neysluhyggja teygi anga sína út um allan heim, af
mismiklum krafti þó og nái mismiklum ítökum, eru hinar menningarlegu
afurðir sem þau skapa hvergi nærri eins einsleitar og harmakvein hinnar
nýju hnattrænu kúltúrkrítíkur gefa til kynna.
Samanburðarfræðingum er samt vandi á höndum. Þegar rannsókn-
ir á módernisma hafa sífellt stærri svæði undir, bæði í landfræðilegu og
30 Sjá Idelber Avelar, The Untimely Present. Postdictatorial Latin American Fiction and
the Task of Mourning, Durham, NC og London: Duke University Press, 1999 og
Jean Franco, The Decline and Fall of the Lettered City. Latin America in the Cold War,
Cambridge, MA og London: Harvard University Press, 2002. [Með orðatiltækinu
„avant la lettre“ er átt við að suðurameríska skáldsagan hafi verið póstmódernísk
áður en það orð kom til sögunnar. Athugas. þýðenda.]
andREas HuyssEn