Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2013, Page 191
191
sögulegu tilliti, þannig að það er ekki lengur á færi einstakra fræðimanna
að sinna þeim, er hætta á að fræðigreinin missi sjónar á efninu og festist
í síauknum mæli í staðbundnum rannsóknum eða verði yfirborðskennd
og vanræki nauðsyn þess að viðhalda aðferðafræðilegum og kenningaleg-
um kröfum. Bandarísk menningarfræði sérstaklega, sem einblínir á inn-
taksgreiningu og menningareinkenni þjóða, tekur neyslu fram yfir fram-
leiðslu, skortir sögulega dýpt og þekkingu á tungumálum, hefur engan
áhuga á fagurfræði og formlegum þáttum en setur alþýðumenningu og
fjöldamenningu gagnrýnislaust í forgang – hún kemur að takmörkuðum
notum þegar tekist er á við þessa nýju áskorun.31
Verkefni okkar er því að búa til hugtakakerfi fyrir slíkan samanburð
til að koma á samræmi á fræðasviðinu, sem annars er hætt við að verði of
sundurlaust eða einfaldlega þröngsýnt. Þessum bráðabirgðahugleiðingum
mínum er ætlað að koma okkur áleiðis inn í hið mikilvæga menningarrými
sem nærist á hinu staðbundna, þjóðlega og hnattræna og nær yfir þetta
þrennt – rými nútímans og ímyndaðrar landfræði hans.
Hátt og lágt í þverþjóðlegu samhengi
Stigskiptinguna í hámenningu og lágmenningu, sem varð til í umræðum
um módernisma, má endurhugsa á skapandi hátt og tengja þróun menn-
ingar í ‚jaðarsamfélögum‘, fyrrverandi nýlendum eða kommúnistaríkjum.
Út frá henni má skoða stigveldi í menningunni og stéttskiptingu, kynþætti
og trúarbrögð, samband kynjanna og táknfræði kynjanna, ferðalag menn-
ingarinnar á nýlendutíma, samband milli hefða og nútíma, hlutverk minn-
inga og fortíðar í samtímanum og samband prentmiðla við sjónmiðla.
Þannig getur þessi andstæðutvennd nýst vel í samanburðargreiningu á
hnattvæðingu menningarinnar sem og til að öðlast nýjan skilning á öðrum
og eldri ferlum nútímans. Með öðrum orðum, þá má víkka svið orðræð-
unnar um aðra nútíma í Indlandi eða í Rómönsku-Ameríku þannig að hún
nái yfir annars konar þróun á flæði milli innlendrar alþýðumenningar,
minnihlutamenningar, hámenningar (bæði hefðarinnar og nútímans) og
31 Sjá Thomas Frank, The Conquest of Cool. Business Culture, Counterculture, and the
Rise of Hip Consumerism, Chicago: Chicago University press, 1997, Thomas Frank
og Matt Weiland (ritsj.), Commodify your Dissent. The Business of Culture in the
New Gilded Age. Salvos from the ‘The Baffler’, New York: Norton, 1997 og Gayatri
Chakravorty Spivak, Death of a Discipline, New York: Columbia University Press,
2003.
LANDFRæðI MÓDERNISMANS Í HNATTRæNUM HEIMI