Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2013, Qupperneq 193
193
stjórnarfari og meðal missjálfstæðra þjóða. Á endanum gæti komið í ljós,
þrátt fyrir góðan ásetning, að tilraunir til þess að svipta módernismann og
nútímann vestrænu inntaki séu enn takmökunum háðar vegna þess að sjálf
hugtökin eru upprunnin í vestrænni menningu.33 Þann möguleika verður
að hafa í huga þangað til verkefnið verður ekki jafnaðkallandi og það er um
þessar mundir.
Að mínu mati eru tvær aðrar ástæður til þess að taka tvenndina hámenn-
ingu og lágmenningu til endurskoðunar núna. Hún leiðir okkur aftur til
umræðu á fjórða áratugnum um módernisma og vinstri stefnu (Brecht,
Lukács, Bloch, Benjamin, Adorno), sem snerist án undantekningar um
fagurfræðileg gildi og fagurfræðilegan skilning í ljósi stjórnmála, sögu og
reynslu.34 Ef við endurskoðum hugtakaparið hámenningu og lágmenn-
ingu í þverþjóðlegu samhengi gæti það leitt fagurfræðileg gildi og form
aftur til öndvegis í umræðu samtímans. Aðeins þá gætum við endurhugs-
að sambandið á milli fagurfræði og pólitíkur, sem hefur tekið söguleg-
um breytingum, og lagað það að okkar tíma, og það yrði að gera með
aðferðum sem hljóta að ganga lengra en á fjórða áratugnum og einnig
ná lengra en deilurnar um póstmódernisma og eftirlendufræði á níunda
og tíunda áratugnum gerðu. Í öðru lagi snerist umræðan um módern-
isma á fjórða áratugnum, sem fyrst og fremst var stýrt af útlagatímaritinu
Das Wort sem kom út í Moskvu, einnig um raunsæi – ekki um raunsæi
sem andstæðu módernismans heldur sem hluta af honum. Upprifjun á
þeirri deilu gæti verið gagnleg nú þegar „raunveruleikinn“ annaðhvort
leysist upp í því sem Bruno Latour kallar „hulduheima“ (allt er endur-
varp og túlkun, sem sé spuni) eða honum er umbreytt í eintómar vísinda-
legar staðreyndir þar sem ekkert rúm er fyrir hina skapandi spennu milli
raunveruleikans og ímyndunarinnar.35 Að auki gætum við kannað betur
33 Vel ígrundaða og góða umræðu um innbyggðar hættur í endurkomu nútímans sem
miðlægs fyrirbæris í félagsfræðum og menningarfræðum er að finna í greinum eftir
Bruce M. Knauft, Donald L. Donham, John D. Kelly og Jonathan Friedman í áður-
nefndu riti Knaufts, Critically Modern. Alternatives, Alterities, Anthropologies. Um
neikvæða nálgum sjá Fredric Jameson, Singular Modernity. Um frekari umfjöllun
um rit Jamesons sjá Andreas Huyssen, „Memories of Modernism – Archeology of
the Future“, Harvard Design Magazine vor 2004, bls. 90–95.
34 Sjá Ernst Bloch o.fl., Aesthetics and Politics, London: Verso, 1977 og Hans-Jürgen
Schmitt (ritstj.), Die Expressionismusdebatte. Materialien zu einer marxistischen Real-
ismuskonzeption, Frankfurt am Main: Suhrkamp, 1973.
35 Bruno Latour, „Why Has Critique Run out of Steam? From Matters of Fact to
Matters of Concern“, Critical Inquiry 2/2004, bls. 225–248.
LANDFRæðI MÓDERNISMANS Í HNATTRæNUM HEIMI