Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2013, Page 194
194
það sem Arjun Appadurai hefur lýst svo ágætlega sem „framleiðslu á stað“
og „stað sem framleiðslu“ en þetta hefur hann sagt lykilatriði í nútímanum
vítt og breitt.36 Greining á borgarmenningu og fagurfræðilegri skynjun
og sömuleiðis samfélagsleg notkun á rými er spennandi vettvangur fyrir
nýjar rannsóknir. Rýmismyndmál sjálfs andstæðuparsins hátt og lágt má
bókstaflega tengja við menningu og menningarneyslu í mismunandi borg-
arrými, svo sem götunni, hverfinu, safninu, tónlistarhúsinu og óperuhús-
inu, ferðamannastaðnum og verslunarmiðstöðinni.
Hvað sem öðru líður, þá er ávinningurinn af því að taka andstæðuna
hámenningu og lágmenningu til endurskoðunar sá að fagurfræðin og
formið eru aftur sett á dagskrá eftir að bandarísk menningarfræði (ólíkt
brasilískri og argentínskri) hefur sýnt rannsóknum á þeim lítinn áhuga
undir því yfirskini að hún sé þannig að andæfa elítisma fagurfræðinnar.37
Auðvitað var atlagan gegn fagurfræði samfara atlögunni gegn módern-
isma, en slíkar árásir gagnast ekki við endurskoðun á módernisma. ég
held því fram að réttmæt pólitísk atlaga að félagslegum og menningar-
legum elítisma fyrri tíma, sem líkamnaðist í fagurkeranum, hafi að engu
þá staðreynd að fagurfræðileg gildi og margþætta tjáningarhætti menn-
ingarinnar megi vel skoða án nokkurra tengsla við félagslegan elítisma eða
„sundurgreiningu“ Bourdieus. Nákvæmur skilningur á fagurfræðilegum
þáttum allrar myndrænnar menningar, tónlistar og tungumáls er algert
úrslitaatriði til að meta megi hvernig hnattvæðingin hefur áhrif á sístækk-
andi menningarmarkaði. Andstaðan við fagurfræði, sem einhvers konar
táknmynd evrópsks módernisma og elítisma, er einfaldlega úrelt.
Þverþjóðlegar tillögur
Hver er þá leiðin út úr þessari tvöföldu blindgötu ‚hnattrænna bókmennta‘
og takmarkandi menningarfræða? Til bráðabirgða legg ég fram eftirfar-
andi tillögur:
1. Við hverfum frá hefðbundnum skilningi á tvenndinni hátt og lágt sem
stillir alvarlegum bókmenntum og listum upp andspænis fjöldamenningu
36 Arjun Appadurai, Modernity at Large. Cultural Dimensions of Globalization.
37 Þess ber að geta að and-fagurfræðilegur veruháttur í bandarískum menningar-
fræðum er nokkuð frábrugðinn eldri and-fagurfræði sem Hal Foster leggur til í
The Anti-Aesthetic: Essays on Postmodern Culture, jafnvel þó að báðar kenningarnar
beinist gegn kanónu hámódernisma. Sjá Hal Foster (ritstj.), The Anti-Aesthetic:
Essays on Postmodern Culture, Seattle, Wa: Bay Press, 1983.
andREas HuyssEn