Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2013, Síða 197
197
sundurgreiningar, eins og Pierre Bourdieu hefur kallað það. Hver sem
ávinningurinn kynni að vera, virðast nútíma neyslusamfélög hindra að við
ímyndum okkur aðra mögulega framtíð. Þegar allt er fáanlegt (þótt það
sé ekki alltaf innan seilingar) verður miklu erfiðara að finna áhrifamikilli
pólitískri gagnrýni stað. Gagnrýni á neysluna sjálfa, burtséð frá því hversu
hol hún hljómar, kemur ekki í staðinn fyrir pólitíska sýn. Því væri einnig
hollt að spyrja hvort fyrrum viðurkennt samspil menningar og pólitíkur
hafi nú vikið fyrir menningarhyggju sem lamar pólitíska gagnrýni.
6. Með það að markmiði að komast hjá þröngsýni bandarískra menn-
ingarfræða og hinni altæku táknmynd amerískrar hnattvæðingar, verðum
við að hefja þverþjóðlega vinnu á mörgum ólíkum tungumálum og stöð-
um. Þverþjóðleg fyrirbæri ná sjaldan, ef nokkurn tíma, yfir allan hnöttinn.
Dreifing og útbreiðsla menningarafurða er alltaf sértæk og einstök, aldrei
algjörlega hnattræn. Rannsókn á slíkum þverþjóðlegum samkiptum krefst
þess að við finnum samvinnu fræðimanna hvaðanæva nýtt form. Aðeins
með því móti getur athugun á möguleikum og breytileikum þýðinga borið
einhvern árangur. Og þá er ekki aðeins átt við þýðingar á tungumáli held-
ur venjum, tjáningu sem ekki notast við orð, hugsanamynstur, hegðunar-
mynstur sem mótast hafa gegnum aldirnar og svo framvegis. Í þýðingum
felst satt best að segja, í víðasta málfræðilega og sögulega skilningi, stærsta
áskorunin sem endurmat á landfræði módernismans í hnattrænum skiln-
ingi stendur frammi fyrir.
7. Aðferðafræðilega gæti samanburðarfræðingum gagnast að sam-
eina heildstæða menningarfræði menningarsögu og stjórnmálasögu (með
tilliti til félagsfræðilegra og hagfræðilegra þátta) og að auki hinni nýju
menningarmannfræði og hefðunum sem tengjast nákvæmum lestri í
bókmenntasögulegum og listsögulegum rannsóknum. Auk þess að elta
ákveðin menningarfyrirbæri (skáldsögu, kvikmynd, sýningu, popptónlist,
auglýsingaaðferðir) á ferð sinni milli þjóða verður að skoða gaumgæfilega
stöðu og virkni opinberrar menningar og breytt hlutverk fræðanna innan
hennar. Slík nálgun mun óhjákvæmilega leiða til pólitískra spurninga um
mannréttindi og borgaralegt samfélag, ímynduð samfélög og hlutverk
trúar, kyngervis og undirsáta, spurninga um efnahagslegan ójöfnuð og
aukinnar umræðu um þverþjóðleg ímynduð borgarrými sem vettvang fyrir
sjálfsskilning í hnattvæddum heimi.
LANDFRæðI MÓDERNISMANS Í HNATTRæNUM HEIMI