Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2013, Page 198
198
Til grundvallar þessum sjö tillögum liggur auðvitað sá skilningur
að hnattvæðingin standi um þessar mundir í órofnu sambandi við þann
nútíma sem módernisminn spratt úr og sé um leið ósamstiga honum. Slík
aðgreining er nauðsynleg svo hægt sé að þróa nýjan lestur á módernisma
sem þverþjóðlegu og hnattrænu en ekki bara alþjóðlegu fyrirbæri. Orðið
‚alþjóðlegt‘ (fyrir utan hinn gamla marxíska skilning) vísar til sambandsins
milli ríkja eða samfélaga sem tilbúinna heilda, en orðið ‚þverþjóðlegt‘ felur
í sér gagnvirkt ferli blöndunar og flutninga. Hið hnattræna yrði þá sam-
ansafn aukinna þverþjóðlegra ferla af þessu tagi sem samt sem áður mun
aldrei flæða saman í einsleita heild.
Arfleifðir módernismans
Þegar hin vandasama andstæðutvennd hámenningar og lágmenningar er
tekin til endurskoðunar blasir við hve langt er liðið frá höfugum dögum
póstmódernismans og tilurð nýrrar menningarfræði. Eins og hér hefur
komið fram varpar hún einnig ljósi á amerískan einstrengingshátt sem ein-
kenndi póstmóderníska æðið. Póstmódernismi hélt að hann væri hnattrænn
en var kannski lítið annað en síðbúin tilraun til að tefla fram bandarísku
alþjóðaviðmiði á móti alþjóðlegum evrópskum hámódernisma millistríðs-
áranna.40 En á póstmódernísku áratugunum í Bandaríkjunum, milli 1960
og 1980, mynduðust þó ný tengsl á milli hámenningar og fjölmiðlamenn-
ingar sem enn eimir eftir af í öðrum menningarsamfélögum heimsins, þótt
með öðru móti sé. Í hnattrænu samhengi gætu því tengslin á milli hámenn-
ingar (bæði hefðbundinnar og nútímalegrar), innlendrar menningar og
þjóðlegrar alþýðumenningar, minnihlutamenningar eða undirsátamenn-
ingar og fjölþjóðlegrar fjölmiðlamenningar orðið hreyfiaflið í nýjum sam-
anburðarrannsóknum sem beina athyglinni að hinum ólíku formum sem
slíkar heildir taka á sig, til dæmis á Indlandi eða í Kína, samanborið við
Rómönsku-Ameríku og Austur-Evrópu. Fjöldi áhugaverðra fræðilegra
spurninga kviknar í þessu sambandi. Við getum til dæmis spurt hvort og
hvernig eftirlendukenningar eigi við um lönd Rómönsku-Ameríku, þar
sem saga nýlendna og eftirlendna er mjög frábrugðin þeirri á Indlandi
eða í Afríku; hvort hugmyndina um undirsáta megi heimfæra óbreytta og
án málamiðlana úr einu landfræðilegu samhengi á annað; hvort hugtökin
40 Sjá Andreas Huyssen, „Postmoderne: Eine amerikanische Internationale?“, Post-
moderne. Zeichen eines kulturellen Wandels, ritstj. Andreas Huyssen og Klaus R.
Scherpe, Reinbeck: Rowohlt, 1986.
andREas HuyssEn