Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2013, Page 199
199
um blendinga og tvístrun þjóða (e. diaspora) – sem virðast vera nýjustu
herra táknmyndirnar (e. master-signifiers) – séu nægilega nákvæm til að lýsa
flókinni blöndu kynþátta, þjóða og tungumála í ólíkum hlutum heimsins
nú á tímum.41 Póstmódernískar bókmenntir og listir hafa vitaskuld alltaf
hafnað valinu á milli hins háa og lága og skapað ýmis heillandi blendings-
form sem virtust opna fyrir nýjar fagurfræðilegar tilraunir. En þessir vin-
sælu póstmódernísku blendingar hámenningar og lágmenningar gætu hafa
misst sinn fyrri brodd. Nú um stundir gengur menningin ekki einungis
þvert á ímynduð mæri hins háa og lága án mikilla vandkvæða; hún er líka
orðin þverþjóðleg á nýjan landfræðilegan hátt, sérstaklega í tónlistariðn-
aðinum42 en líka í ákveðnum geirum kvikmynda og sjónvarps (til dæmis í
indverskri kvikmyndagerð í Afríku og útflutningi brasilískra sjónvarpsþátt-
araða eða telenovelas).
Blendingsform af öllu tagi verða til í auknum mæli undir merkjum
markaðarins. En markaðir, jafnvel fyrir hámenningarlegt sérefni, hneigj-
ast til að jafna út og fægja hrjúfar og skapandi ójöfnur á afurðum menn-
ingarinnar eins og Nestor Canclini hefur bent á.43 Markaðirnir reiða sig
frekar á söluvænlega formúlu en hið óþekkta eða tilraunakennda. Stórar
samsteypur í útgáfuiðnaði þrengja að metnaðarfullum skrifum. Hnattræn
enska er engin lausn. Hún rýrir ríkidæmi tungumálanna í menningararfi
okkar. Bókmenntirnar sjálfar, í þeirri mynd sem við þekktum þær, verða æ
meiri tímaskekkja. En í því gæti líka verið falið tækifæri fyrir bókmennt-
irnar af því að það vantar rúm fyrir flókin og hugmyndarík skrif sem hjálpa
okkur að finna okkur í heiminum. Við þurfum að spyrja hvort markaðurinn
geti skapað nýjar hefðir, ný form þverþjóðlegra tjáskipta og tengsla. Sem
gagnrýnir fræðimenn megum við þó ekki í því sambandi afskrifa spurn-
inguna um hið flókna samband á milli fagurfræðilegra gilda og pólitísks
inntaks, spurningu sem upphaflega var borin fram af módernismanum og
verður að varðveita svo setja megi fram greiningu, með aðferðum sam-
tímans, á menningunni allri undir álögum hnattvæðingarinnar. Arfleifð
módernismans vítt og breitt á enn eftir að kenna okkur margt á meðan
41 Hér gæti verið gagnlegt að greina sögulega og fræðilega á milli mjög ólíkra hug-
mynda um blendinginn, til dæmis milli hugmynda Homi Bhabha (í The Location of
Culture, London og New York: Routledge, 1989) og eldri hugmynda Nestor Garcia
Canclini (í Culturas hibridas).
42 Sjá Veit Erlmann, Music, Modernity, and the Global Imagination, Oxford: Oxford
University Press, 1999.
43 Nestor G. Canclini, La Globalizacion imaginada, Buenos Aires: Editorial Paidos,
1999.
LANDFRæðI MÓDERNISMANS Í HNATTRæNUM HEIMI