Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2013, Síða 203
203
Í rannsóknum á listum og bókmenntum nútímans hefur módernismi sam-
kvæmt skilgreiningu verið tengdur miðjum stórborga og heimsvelda,
einkum og sér í lagi hinum miklu „menningarhöfuðborgum“ Evrópu og
Bandaríkjanna – og þar fara fremstar í flokki París, London, Berlín, Róm,
New York og Moskva. Módernisminn heyrir til stórborga og þéttbýlis
og hefur í hugum margra verið holdgervingur alþjóðahyggju, í grund-
vallaratriðum andstæður sveitamenningu, héraðsmenningu og eintyngi.
Nútíminn, þetta samsafn sögulegra aðstæðna sem einkennast af örum
breytingum, tæknilegri framþróun og róttækri samverkan gagnólíkra fyr-
irbæra, magnaði upp alþjóðahyggju stórborgarinnar.
Gegndarlaus rof – landfræðileg, sálfræðileg, andleg, kynferðisleg, sið-
ferðisleg og fagurfræðileg – liggja til grundvallar menningarlegri ímynd-
un (e. imaginary) módernismans, þar á meðal iðkenda hans í fortíðinni
og fræðimanna í samtímanum. Slík alþjóðahyggja er augljós í útlegðar-
flakki margra módernískra rithöfunda (svo sem Ezra Pound, James Joyce,
Thomas Mann), í margróma bergmáli tungutaks og vísanaþráða sem liggja
í textavefnaði sumra af kanónískum verkum módernismans (svo sem The
Waste Land, The Cantos, Ulysses) sem og í faðmlagi hans við hinn frumstæða
Annan frá öðrum stað (svo sem hjá Pablo Picasso, Igor Stravinsky, D.H.
Lawrence). Þetta er einnig bersýnilegt í ályktunum þeirra fræðimanna sem
hafa mótað sviðið, svo sem þeirra Malcolms Bradbury, James McFarlane,
Marjories Perloff, Peters Nicholls, Ástráðs Eysteinssonar, Mariönu
Torgovnick, Fredrics Jameson, T. J. Field, Sharis Benstock, Bonnies Kime
Scott, Söndru Gilbert og Susans Gubar – svo aðeins séu nefndir nokkrir af
þeim sem mótað hafa rannsóknir á módernisma með yfirlitsverkum, sögu
og kenningasmíð.
ég hygg að tímabært sé að endurskoða hugmyndina um móderníska
alþjóðahyggju. Í dag eru íbúar jarðarkringlunnar sífellt tengdari innbyrðis
í gegnum upplýsingatækni og -miðla, streymi inn- og útflytjenda er gríð-
arlegt og menningarheimar þeysa um þverþjóðlegt arfleifðaskóp, stað-
bundin hagkerfi veraldarvæðast og ofsafengnir árekstrar verða þegar ólík
menningarkerfi blandast með samrunakenndum hætti. Hnattræn umferð
af öllu tagi stigmagnast og herðir hraðann – sumir kenna ástandið við
„póstmódernisma“ og aðrir „síðmódernisma“ – og það gefur tilefni til þess
að líta um öxl og endurskoða grunnforsendur á sviði rannsókna á mód-
ernisma. Mig fýsir einkum að taka til skoðunar hina alltumlykjandi frum-
forsendu sem álítur „Vestrið“ miðju módernískrar menningarframleiðslu
MENNINGARLEG HLIðSKIPUN OG ÞVERÞJÓðLEGT LESLANDSLAG