Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2013, Page 204
204
meðan „Restin“ sé ýmist albúin undir menningarlega yfirtöku eða niður-
sokkin í ástundun einskærra eftirlíkinga hinnar nýskapandi snilligáfu sem
ausið er úr gnægtarbrunnum vestrænna stórborga.
„Allt gliðnar, miðjan fær ekki haldið“.6 Hvort heldur er af íhaldssemi
eða framsækni hafa rannsóknir á módernisma of oft gert ráð fyrir miðju
sem er til áður en hún dettur í sundur, miðju sem er staðsett í menningar-
höfuðborgum Evrópu, þangað sem landleysingjar hvaðanæva flykkjast,
og (í minna mæli) í Bandaríkjunum. Hvaða pólitíska afstaða sem tekin er
innan ramma þessa viðmiðs stendur „Vestrið“ sem upprunastaður, sem
miðja og kanónísk holdtekja módernismans. Það sem einhverjir upplifðu
sem ófrjósemi eða gjaldþrot Vestursins varð til þess að margir leituðu til
annarra slóða eftir nýjum formum og annars konar andlegu lífi sem mætti
færa heim til að endurlífga Vestrið, eins og textar á borð við The Waste
Land eftir T. S. Eliot og A Passage to India eftir E. M. Forster sýna eft-
irminnilega fram á. Eigi að síður verður þessi afstaða og leshættirnir sem
hún stuðlar að einungis til að festa í sessi hugsmíðir eftir-endurreisnartím-
ans um „Vestrið“ sem hátind siðmenningarinnar og upprunastað nútímans
með allri sinni dýrð og kurri. Nútímarnir og módernismarnir sem aðrir
hlutar jarðarkringlunnar framleiddu hafa gjarnan verið sniðgengnir, með-
höndlaðir sem hráefni fyrir vestræna fagurfræðilega framleiðslu eða álitnir
daufar eftirlíkingar vestræns módernisma sem eiga brauðmolaáhrifum til-
vist sína að þakka. Evrópskt og bandarískt forræði hefur lævíslega mótað
skilninginn á alþjóðahyggju módernismans eftir hnattrænu tvenndarkerfi
Vestranna og Restanna, miðjunnar og jaðra hennar.
Í stað þannig nálgana að alþjóðahyggju módernismans langar mig að
leggja til þróun þverþjóðlegra leshátta (e. reading strategy) á hnattrænu
landslagi samtengdra og jafngildra miðja sem eru hver og ein undir áhrif-
um frá hinum og hafa að sama skapi gagnkvæm áhrif. Slík landfræði mód-
ernismans krefst þess að gengist sé við tilvist aragrúa eðlisólíkra staða á
hnettinum sem framleiða eigin nútíma og módernisma á ólíkum tíma-
punktum, hver með sitt eigið forræði og innri markalínur og hver og einn í
einhvers konar síbreytilegri stigveldisstöðu með tilliti til hinna. Slík nálgun
er staðbundin, stillt inn á landfræðileg sérkenni og sögulegan margbreyti-
leika sem ljá hverri birtingarmynd sína eigin mállýskubundnu hrynjandi.
Ennfremur ber þess háttar þverþjóðleg nálgun kennsl á hvernig tilurð
6 W. B. Yeats, „The Second Coming“, The Selected Poems of W.B. Yeats, New York:
Macmillan, bls. 184–185. [Lína á frummáli: „Things fall apart, the center cannot
hold.“]
susan stanfoRd fRiEdMan