Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2013, Síða 205
205
svæðisbundins módernisma er undir sífelldum áhrifum frá menningarlegri
straumrás af öllu tagi – ekki aðeins frá „menningarhöfuðborgum“ Evrópu
og Bandaríkjanna heldur einnig frá öðrum heimsálfum. Þessi nýja alþjóða-
hyggja krefst þess að gefinn sé gaumur að hugmyndum á faraldsfæti og
menningarlegum formgerðum, þverþjóðlegu samtali, gagnkvæmum áhrif-
um, þjóðhverfingu og blendingsmenningu sem verður til vegna almennra
þverþjóðlegra samskipta og átakasvæða. Hugmyndir, menningarleg iðja,
fagurfræði, smíðisgripir, listamenn – allt ferðast og flyst búferlum án afláts
og myndar bræðing. Mín kenning er sú að nútíminn sé sögulegt ástand
sem magnar upp slíka blöndun og slíka hreyfingu svo af hlýst það þekk-
ingarfræðilega og tjáningarlega uppnám sem einkennir módernismann
hvarvetna þar sem hann blómstrar, enda þótt einstök form þessa rofs taki á
sig ólíkar myndir á mismunandi stöðum. Fremur en að setja fram mósaík-
mynd ólíkra módernisma, sem hver og einn greinist frá öllum hinum með
föstum tálmum á pólitískum, landfræðipólitískum og menningarlegum
landamærum um veröld víða, lít ég svo á að mismunurinn sé glufóttur,
mörkin gljúp, að landamærin séu markalönd þar sem árekstrar og inn-
byrðis spjall sjálfs-annars eru átök jafnrétthárra, jafnt milli ólíkra samfélaga
sem innan þeirra. Svo að ég verði ekki sökuð um að tefla fram útópískri
kenningu um þverþjóðlega menningarblöndun skal því sem skjótast bætt
við að valdaafstæður – þar á meðal misskipting valds – fara með leiðandi
hlutverk í menningarlegri mótun þverþjóðlegs nútíma. Hið hnattræna
landslag sem ég legg til er ekki draumaland heldur fremur raunverulegt
rými sífelldra breytinga og boðskipta.
Í þessari ritgerð mun ég leggja til eina af mörgum hugsanlegum aðferð-
um við að lesa í annars konar alþjóðahyggju í rannsóknum á módernisma.
ég nefni þennan leshátt „menningarlega hliðskipun“, sem bergmálar af
ráðnum hug skáldskaparfræði sem oft er tengd við „hámódernisma“, það
er að segja óstigveldisbundna hliðstöðu gagnólíkra hluta þar sem setn-
ingarfræðileg og þemabundin vensl eru látin ótilgreind, skilin eftir fyrir
lesandann að smíða. Þar sem þessi lesháttur er samræðumiðaður og byggir
á hnattrænni hliðstöðuskipan nærir hann afmiðjun hinna kanónísku mód-
ernisma Evrópu og Bandaríkjanna og sýnir fram á þverþjóðlegt tengslanet
við framleiðslu ólíkra módernisma.
MENNINGARLEG HLIðSKIPUN OG ÞVERÞJÓðLEGT LESLANDSLAG