Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2013, Síða 206
206
Menningarleg hliðskipun sem lesháttur
Í rannsóknum á módernisma er hugtakið „hliðskipun“ fengið að láni úr
ræðulist til að lýsa því rofi venslabundinnar rökvísi sem getur að líta í rót-
tækri hliðstöðuskipan mynda eða lýrískra textaruna í módernisma. Vensl
eru bæld, ósýnileg í fyrstu eða jafnvel ekki til staðar, þau mótast í huga
lesandans þegar knúið er á um mögulega samsvörun eða ómun milli hins
tvístraða og brotakennda. Með skáldskaparfræði hliðstöðunnar að vopni
fela leshættir menningarlegrar hliðskipunar í sér samsöfnun að því er virð-
ist fjarskyldra texta í því nýja ljósi sem þessi hliðstaða beinir að hverjum
texta klasans. Sé aðferðinni beitt á bókmenntalega menningartexta býður
hún heim nýrri tegund samanburðarvísinda sem ekki byggist einvörðungu
á greiningu á líkindum og mismun, eða því að rekja ferilbrautir áhrifa
sem gjarnan liggja frá meintri vestrænni miðju að ekki-vestrænum jöðr-
um. öllu fremur hvílir samanburðarfræði byggð á hliðskipun á samsöfnun
ólíkra bókmenntatexta, sem orðið hafa til á ólíkum menningarsvæðum, í
huga lesanda þar sem jafnstaða þeirra gerir að verkum að þeir varpa nýju
ljósi hver á annan. Í stað þess að rannsaka rithöfund í einangrun eða í
samhengi við eina þjóðarbókmenntahefð einvörðungu er menningarleg
hliðskipun könnun á samsafni rithöfunda, leitað er eftir fjölda samsemda,
hefða og staða sem geta í samhengi hvert við annað veitt innsýn sem ella
væri ekki möguleg.
Sem lesháttur gerir menningarleg hliðskipan ráð fyrir rýmisskilningi
sem setur í forgrunn landfræði þvermenningarlegra samfunda á átaka-
svæðum sem einkennast af sögulegum skilyrðum nútíma og eftirnútíma,
heimsvaldatíma og eftirlendutíma. Með rými á ég ekki við vettvang sem er
tómur og óbreytanlegur, utan tímans, heldur miklu fremur rými sem svæði
ótal menningarlegra hugsmíða og með sögu sem mótast af mörgum afger-
andi orsakavöldum (e. overdetermination). Í samræmi við hugtaka notkun
Bakhtíns um tímarými (e. chronotope) sem hnitin sem frásögnin saman-
stendur af7 lít ég á rými sem virkt, fullt og þess megnugt að orsaka hreyf-
ingu í tíma, skafa uppskafningslög í gegnum tímann. Lawrence Grossberg
kallar rými „umhverfi verðandinnar“ sem opni fyrir skilning á skynreynslu
sem „staðsetningu, áttum, innkomum og útgöngum.“ „Það er spurning
um landfræði tilurðanna (e. becomings),“ heldur hann áfram, „það neitar
7 Mikhail M. Bakhtín, The Dialogic Imagination, ritstj. Michael Holquist, þýðandi
Caryl Emerson og Michael Holquist, Austin: University of Texas Press, 1981, bls.
84.
susan stanfoRd fRiEdMan