Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2013, Qupperneq 207
207
ekki aðeins að veita tímanum æðri stöðu heldur yfirhöfuð að aðgreina tíma
og rúm. Það er spurning um tímasetningu rúmsins og rýmisvæðingu tím-
ans.“8 Rétt einsog landfræðingurinn Edward Soja nota ég hugtakið rými til
að stuðla að rýmisvæðingu sögunnar. Í grein sinni „History: Geography:
Modernity“ boðar Soja „fræðilega vitund“ sem sér „hina félagslegu veru
í virkri stöðu í rúmi og tíma í ótvíræðu sögulegu og landfræðilegu sam-
hengi.“ Í ljósi hefðbundinnar yfirskipunar tíma yfir rúm sem kvíar mann-
legrar hugsunar leggur Soja fram þá athugun að til þess að skoða „samspil
sögu og landfræði“ þurfi uppbótarkröfu um „túlkunarfræðilegt mikilvægi
rýmis.“9 Einkum hefur hið nútímalega svo oft verið skoðað með tíma-
legum hugsunaraðferðum, sem tímaleg framrás eða rof á þeirri línulegu
framþróun, að brýn nauðsyn er á rýmisvæðingu nútímans sem sögulegs
fyrirbæris sem fram kemur um víða veröld. Aðeins með þeim hætti gefst
kostur á „skapandi blöndu [...] þríþættrar samræðu rýmis, tíma og félags-
veru; umbyltandi nýrri kenningasmíð um tengslin milli sögu, landfræði og
nútíma“10
Innan ramma rýmisbundinnar vitundar skipar menningarleg hliðskip-
un ólíkum menningarlegum rýmum saman í þverþjóðlegu landslagi svo úr
verður nokkurs konar þekkingarfræðilegt ferðalag í huga lesandans, fram
sprettur flókið samspil á átakasvæðum í nýlendum og eftirlendum. öfugt
við lögmál valdahlutfallanna sem mælskufræði undirskipunarinnar byggist
á, hjálpar menningarleg hliðskipun til við að brjóta niður andstæðukerfi
lesturs sem hvílir á tvenndum á borð við herraþjóð/nýlenda og miðja/jaðar,
en heldur þó skarpri sýn á flæði valds á átakasvæðum. Í staðinn fyrir einfalda
miðju þaðan sem valdið flæðir í allar áttir er gert ráð fyrir mörgum miðjum,
atbeinum og hugverum – því sem Inderpal Grewal og Caren Kaplan kalla
„tvístrað forræði“ (e. scattered hegemonies)11 og S. P. Mohanty telur undir-
stöðuatriði til þess að brúa megi bilið á milli „okkar“ og „þeirra“.12
8 Lawrence Grossberg, „The Space of Culture, the Power of Space“, The Post-
Colonial Question: Common Skies, Divided Horizons, ritstj. Iain Chambers og Ludia
Curti, London: Routledge, 1996, bls. 169–188, hér bls. 179–180.
9 Edward Soja, „History: Geography: Modernity“, Postmodern Geography: The Reas-
sertation of Space in Critical Social Theory, London: Verso, 1989, bls. 11.
10 Sama heimild, bls. 12.
11 Inderpal Grewal og Caren Kaplan (ritstj.), Scattered Hegemonies: Postmodernity
and Transnational Feminist Practices, Minneapolis: University of Minnesota Press,
1994.
12 S.P. Mohanty, „“Us” and “Them”: On the Philosophical Bases of Political Criti-
cism“, Yale Journal of Criticism 2/1989, bls. 1–31.
MENNINGARLEG HLIðSKIPUN OG ÞVERÞJÓðLEGT LESLANDSLAG