Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2013, Side 208
208
Í rannsóknum á módernisma hefur þetta í för með sér lestur á módern-
ískum rithöfundum samhliða rithöfundum í nýlendu- og eftirlendu rýmum
tengdum Evrópu og Bandaríkjunum sem og höfundum á sporbaugi kring-
um aðrar heimsveldismiðjur og nútímana sem slíkar miðjur hafa tilhneig-
ingu til að framkalla í stórborgum sínum og nýlendum. Þetta hefur í för
með sér að yfirgefa Evrópumiðaðar stoðirnar sem staðið hafa undir öllum
rannsóknum á módernisma, þá almennu hugsun að nútími og módernismi
séu fyrst búnir til í menningarhöfuðborgum Evrópu og Bandaríkjanna
og síðan fluttir út í nýlendurnar og eftirlenduþjóðir utan Vesturlanda
þar sem þeir fyrirfinnast í útþynntu formi sem brauðmolar er hrjóta af
borði evrópskrar og engilsaxneskrar nýskapandi snilligáfu. Í grein minni
„Definitional Excursions“13 hef ég þegar gagnrýnt viðmiðin sem liggja
til grundvallar brautryðjendaverkum bókmenntafræðinganna Malcolm
Bradbury og James McFarlane (t.d. Modernism frá 1976) og félagsfræð-
ingsins Anthony Giddens (t.d. The Consequences of Modernity frá 1990).14
Í framhaldi af þeirri gagnrýni legg ég hér fram áætlun um menningarlega
hliðskipun svo að nást megi fram sú nýja tegund af „samanburðarfræði-
legri sértækni“ sem Susan Sniader Lanser lýsir eftir í óvæginni gagnrýni
sinni á samanburðarbókmenntafræði sem styður við og á duldar rætur í
þjóðernis legri dagskipun vestrænnar menningar.15
Rýmisafstaða menningarlegrar hliðskipunar einblínir einnig á hlutverk
staðsetninga innan frásagnanna sjálfra. Það merkir, í fyrsta lagi, að sjónum
er beint að áhrifum flutninga á milli ólíkra landsvæða – hvernig textar
sýna fólk, hugmyndir, menningariðju og efnislegar vörur ferðast, flytja
búferlum, blandast og þjóðhverfast í samfelldu og skipulegu striti menn-
ingarlegrar tilurðar og breytinga. Í öðru lagi felur aðferðin í sér vitund
um það flókna samspil sem á sér stað innan hvers texta þegar ólíkir ásar
skarast, svo sem ólíkir kynþættir, þjóðerni, stéttir, kynferði, trú og kyn –
með öðrum orðum félagsleg staðsetning söguhetja og hópa í staðháttum
textans. Með því að blanda saman orðræðu úr menningarfræðikenningum
13 Susan Stanford Friedman, „Definitional Excursions: The Meanings of Modernsim/
Modernity/Modern“, Modernsim/Modernity 3/2001, bls. 493–513.
14 Malcolm Bradbury og James McFarlane (ritstj.), Modernism. A Guide to European
Literature 1890–1930, Harmondsworth: Penguin, 1976. Anthony Giddens, The
Consequences of Modernism, Stanford: Stanford University Press, 1990.
15 Susan Sniader Lanser, „Compared to What? Global Feminism, Comparativ-
ism, and the Master’s Tools“, Borderwork: Feminist Engagements with Comparative
Literature, ritstj. Margaret R. Higonnet, Ithaca: Cornell University Press, 1994,
bls. 280–300.
susan stanfoRd fRiEdMan