Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2013, Síða 209
209
innan mannfræðinnar, landfræði og rannsóknum á nútímanum má kanna
hvernig hliðskipaðar frásagnir sýna hver um sig landfræði þvermenningar-
legs sambands – hvernig þær færa í sögur landamærasvæði mismunarins,
samræðu þess sem James Clifford kennir við þjóðlýsingu dvalar og ferðar
og samtal róta og ráfs,16 það sem Arjun Appadurai nefnir „hnattrænan
þjóðvang“ (e. global ethnoscape)17 og Roland Robertson á við með „hnatt-
stæðingu“ (e. glocation), samruna hins hnattræna og staðbundna.18
Menningarleg hliðskipun: Conrad, Woolf, Salih, Roy
Til að láta reyna á menningarlega hliðskipun í hlutverki lesháttar sem
afmiðjar eða riðlar hefðbundinni tignarröð í rannsóknum á módernisma
legg ég til klasa texta hvaðanæva að úr heiminum sem allir fást við spurn-
ingar sem tengjast nútímanum og byggja bersýnilega á módernískum
framsetningarháttum. Heart of Darkness (1899) eftir pólska/enska rithöf-
undinn Joseph Conrad; The Voyage Out (1915) eftir enska rithöfundinn
Virginiu Woolf; Season of Migration to the North (1967) eftir helsta rithöf-
und Súdan, Tayeb Salih; og The God of Small Things (1997) eftir indverska
Booker-verðlaunahafann Arundhati Roy.19 Fyrstu tvær af þessum skáld-
sögum hvíla á brúninni á milli raunsæis og módernisma meðan þær síðari
tvær standa á hinum hálu mörkum á milli módernisma og póstmódern-
isma. Framsetningarhættir allra fjögurra reiða sig aftur á móti á rof, sjálfs-
íhygli, fjölbreytt sjónarhorn, uppbrotna tímaröð, samtíðir, margræðni og
kreppu staðlandi fullvissu. Allar færa þær í sögur sálfræðileg hreyfiaflsferli
vitundar, minnis og þrár – og ná yfir eða gefa til kynna gangvirki bælingar
og hina einkennandi endurkomu hins kúgaða. Allar notast þær við minni
farar til þess að segja frá heimi sem gliðnar í sundur, miðjunni sem fær ekki
haldið. Í þeim öllum eru áhrif heimsveldis óaðskiljanleg frá huglægum
efnum og atbeina einstaklingsins. Og í þeim öllum eru vegamót kyns og
16 James Clifford, Routes, Travel and Translation in the Late Twentieth Century, Cam-
bridge: Harvard University Press, 1997, bls. 17–46.
17 Arjun Appadurai, Modernity at Large: Cultural Dimensions of Globalization, Minnea-
polis: University of Minnesota Press, 1996, bls. 48–65.
18 Roland Robertson, „Glocalization: Time-Space and Homogeneity“, Global Mod-
ernities, ritstj. Mike Featherstone, Scott Lash og Roland Robertson, London: Sage,
1995, bls. 25–44.
19 Fyrstnefnda bókin og sú síðastnefnda eru báðar til í íslenskum þýðingum: Innstu
myrkur í þýðingu Sverris Hólmarssonar og Guð hins smáa í þýðingu Ólafar Eldjárn.
Tilvitnanir í verkin eru í þessar þýðingar. [Aths. þýðanda]
MENNINGARLEG HLIðSKIPUN OG ÞVERÞJÓðLEGT LESLANDSLAG