Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2013, Qupperneq 210
210
kynþáttar eða samfélagsstöðu hryggjarstykkið sem heldur saman félags-
legri skipan þjóðarinnar með öllum sínum óróleika.
Sem samanburðarklasi bergmálast skáldsögurnar fram og til baka,
bundnar textatengslum með vísvituðum endurómi og endurritun á skáld-
sögu Conrads, Heart of Darkness, en skáldsögurnar þrjár sem á eftir henni
koma takast beinlínis á við hana. Ferðir Kurtz og Marlow inn í myrkviði
ónafngreindrar Kongó, uppljóstrunin um villimennskuna í hjarta belgískr-
ar heimsvaldastefnu, málleysi hins afríska Annars (viðfang en aldrei frum-
lag) og blekking Heitkonunnar sem er leyft að halda trú sinni á háleitar
hugsjónir unnustans eru sá bókmenntalegi og sögulegi grunnur sem höf-
undarnir sem á eftir koma reisa sínar fagurfræðilega módernísku bygging-
ar á. Í þessum skilningi kann klasinn að virðast staðfesta Evrópumiðað og
karllægt módel fyrir rannsóknir á nútímanum: Conrad er hinn uppruna-
legi móderníski meistari, enska konan, súdanski maðurinn og indverska
konan eru fylgihnettir hans, einskorðuð við jaðar hinnar módernísku
miðju. Sík sýn lokar þó augunum fyrir þeirri staðreynd að sem pólskur
innflytjandi og sjómaður er Conrad maður vafasams þjóðernis sem mót-
ast á árunum þegar hann ráfar um heimsveldið og flyst búferlum í útlegð
frá Póllandi, sem var nýlenda Rússa; hann er ættleiddur til Bretlands og
til enskrar tungu. Fremur en upprunastaður sem hinir þurfa að bregðast
við er hann enn ein birtingarmynd aldalangrar hefðar ferðabókmennta,
sem náði hápunkti á tímum breska heimsveldisins þegar hnattræn forysta
þess virtist óbilandi en var það ekki. Sjálfsmynd Conrads sem rithöfundar
og sjálfsmyndir söguhetja hans einkennast af víxlverkandi mótun þar sem
samfelldar skuldbindingar við aðra, langt að „heiman“ eða á einhvern hátt
„erlendis“, aðra, eða framandi, eru órjúfanlegur hluti sjálfsins.
Að sjálfsögðu deila fræðimenn mjög um afstöðu Conrads til heims-
valdastefnu og sumu af þeim deilum má sjá stað í fræðilegri útgáfu Robert
Kimbroughs, Norton Critical Edition á Heart of Darkness, og Bedford
Edition-útgáfu skáldsögunnar í umsjón Ross C. Murfin.20 ég les Heart
of Darkness í samhengi við útbreiddar árásir ritunartímans á sérlega
fólsku belgískra heimsvaldasinna í Kongó, þessu gríðarstóra, mannmarga
og náttúruauðlindaríka svæði sem Leopold konungur Belgíu lýsti per-
20 Robert Kimbraugh (ritstj.), A Norton Critical Edition to Joseph Conrad’s Heart of
Darkness, þriðja útgáfa, New York: Norton, 1988.
susan stanfoRd fRiEdMan