Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2013, Side 212
212
honum hafði tekist að vera þarna áfram – hvers vegna hann hvarf
ekki á augabragði.23
Í það allra minnsta er fáránleg, óútskýranleg nærvera hans til marks um til-
vist annars heimsveldis, sem er að mestu fjarlægt Evrópu: hins keisaralega
Rússlands, en undir ofurvaldi þess þjáðist pólsk fjölskylda og þjóð Conrads
sjálfs. Ýmsir Pólverjar hafa vafalaust velt fyrir sér hvers vegna Rússland
„hvarf ekki á augabragði“.
Og svo má nefna gagnkvæmt gón Marlows og svörtu skipverjanna
þegar þeir ferðast upp ána, andartak sem Marlow verður fyrir áfalli sem er
öfug forspá hryllingsins þegar hann lítur Kurtz augum. Í þessu fyrra tilviki
samneytis milli hvítra og svartra gliðnar forskilningur hans á andstæðu-
tvenndinni siðmenntun/villimennska algerlega, um hann fer annars konar
tilfinning fyrir mennsku vitsmunalífi og fulltrúum hins framandi og eink-
um og sér í lagi svarta annars. Í upphafi þykir Marlow stýrimaðurinn vera
„einhver gloppóttasti fáráðlingur sem ég hef kynnst“, „kraftalegur svert-
ingi“ sem hefur „gífurlegt álit á sjálfum sér“ og misbýður tilfinninganæmi
Marlows með „reigingi“ sínum.24 En þegar „negrabjálfinn“ týnir lífinu
í hugrakkri vörn, er gufubáturinn lendir í fyrirsát, skekur augnaráð hins
deyjandi manns hugmyndir Marlows um eigin siðmenntuðu yfirburði: „Við
hvítu mennirnir tveir stóðum yfir honum og gljáandi og spyrjandi augna-
ráð hans umlukti okkur báða.“25 Marlow getur ekki hætt að hugsa um
stýrimanninn:
Nei, ég get ekki gleymt honum [...] Ykkur finnst þetta kannski meira
en lítið undarlegt, að sakna villimanns sem skipti ekki meira máli en
sandkorn í Saharaeyðimörkinni. Jú en, skiljið þið, hann hafði gert
eitthvað [...] Hann stýrði fyrir mig – ég varð að gæta hans, ég bar
áhyggjurnar af vanköntum hans, og þannig höfðu myndast hárfín
tengsl á milli okkar, sem ég skynjaði ekki fyrr en þau voru skyndi-
lega rofin. Og þessi djúpi innileiki í augnaráðinu sem hann sendi
mér þegar hann hlaut sárið líður mér ekki úr minni – eins og verið
væri að gera tilkall til fjarskylds ættingja á lokastundinni.26
23 Joseph Conrad, Innstu myrkur, bls. 99.
24 Sama heimild, bls. 78.
25 Sama heimild, bls. 82.
26 Sama heimild, bls 89.
susan stanfoRd fRiEdMan