Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2013, Page 213
213
Dýrðlegt augnaráð stýrimannsins er til marks um áhrif hans, ummerki
mennsku hans og sönnun skyldleika sem Marlow í senn staðfestir og streit-
ist við að afneita.
Enn ein ráðgátan er eðalborna, afríska konan sem hefur til að bera
tign og þekkingu langt umfram Heitkonuna, þá sem trúlofuð er Kurtz.
Konunum tveimur er stillt upp sem andstæðum sem dragast hvor að ann-
arri vegna ástar sinnar á sama manninum og harms við fráfall hans. Í frá-
sögn Marlows eru þær holdtekja andstæðra póla heimsvaldastefnunnar
í Afríku: hvítt/svart; siðmenning/villimennska; heitkona/ástkona; herra-
þjóð/nýlenda. Frásögn Marlows staðfestir bæði og brýtur upp þessar and-
stæður. Hann rifjar upp hvernig afríska konan tók á móti gufubátnum, í
hans augum var hún ímynd villimennsku og ómótstæðilegs valds:
Og frá hægri til vinstri eftir uppljómuðum fljótsbakkanum kom
frumstæð og frábærlega fögur kvenmynd.
Hún gekk háttbundnum skrefum, vafin í röndótt klæði með
kögri, steig stolt til jarðar og það hringlaði í glampandi villimanns-
skarti. Hún bar höfuðið hátt, hárið var sett upp þannig að það líktist
hjálmi. [...] Hún var villimannleg og tilkomumikil, tryllt til augn-
anna og stórfengleg. Það var eitthvað ógnvænlegt og tígulegt í hægu
göngulagi hennar.27
Rétt eins og stýrimaðurinn sótti áður á Marlow ásækir hann nú ástríðu-
krafturinn í andliti konunnar og mennskan í augum hennar, þar í senn
kristallast og vefengist annarleiki hennar:
Andlit hennar bar harmþrunginn og ofsaþrunginn svip hamslausrar
sorgar og orðlausrar þjáningar sem blandaðist óttanum við einhverja
hálfmótaða ákvörðun sem var að brjótast fram. Hún stóð og horfði
á okkur án þess að hrærast og eins og frumskógurinn sjálfur var hún
á svip eins og einhver óræður ásetningur væri að brjótast um innra
með henni. [...] Hún horfði á okkur alla eins og líf hennar væri undir
því komið að staðfast augnaráð hennar hvikaði hvergi.28
Rétt eins og þegar hún heilsar gufubátnum teygir hún „harmþrungin nakta
handleggina á eftir okkur“ í orðlausri bón þegar báturinn fer.29
27 Sama heimild, bls. 109.
28 Sama heimild, bls. 110.
29 Sama heimild, bls. 121.
MENNINGARLEG HLIðSKIPUN OG ÞVERÞJÓðLEGT LESLANDSLAG