Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2013, Page 214
214
Á sama tíma og hann virðir mennsku afrísku konunnar (enda þótt
hann tönnlist á hve frumstæð hún sé) vanvirðir hann Heitkonuna með
því að ljúga að henni um andlátsorð Kurtz, hann vitnar ranglega um að
þau hafi verið nafnið hennar en ekki: „Þetta er hryllingur! Hryllingur!“30
Eins og hann rifjar upp eru augu hennar full af sakleysi, þrá eftir að trúa
á göfug siðferðismarkmið Kurtz til hinstu stundar: „Þetta ljósa hár, þessi
föla ásjóna, þessi hreina brún, virtust umvafin öskugráum geislabaug sem
dökk augun horfðu undan og á mig. Augnaráðið var hrekklaust, djúpt,
fullt af sjálfsöryggi og trúnaðartrausti.“31 Í augnaráði Heitkonunnar felst
í huga Marlows hreinleiki og eindrægni hins siðmenntaða kvenleika, and-
leg heimkynni eða miðja sem nærir heimsveldið og er viðhaldið af því.
Hrekklaust trúnaðartraustið er þó ekki til marks um huglægni eins og
augnaráð afrísku konunnar heldur miklu fremur um sjálfsmynd sem hvílir
á lygi. Marlow vorkennir „siðmenntuðu“, hvítu konunni og getur ekki að
sér gert að dást að „frumstæðu“ svörtu konunni sem horfir á hann með
augum sem tjá skilning hennar á sannleikanum sem hvíta konan gat, að
því er hann ætlaði, ekki afborið að heyra. Tengslin milli hins hvíta full-
trúa heimsveldisins og svörtu konunnar, sem táknar Afríku sjálfa, eru lítil
og bæla frumkvæði og þekkingu hvítu konunnar enda þótt heimsveldið sé
varið í hennar nafni. Mesta írónía textans er að lygin sem Marlow fer með
í því skyni að vernda sakleysi hvítu konunnar er í einhverjum skilningi lygi
sem rennir aftur stoðum undir hans eigin tilfinningu fyrir karlmannlegum
yfirburðum með því að viðhalda trú hans á veiklyndi (hvítu) konunnar
og þörf fyrir vernd. Þrátt fyrir allar hans afhjúpanir á „innstu myrkrum“
í kjarna vestrænnar heimsveldisstefnu í sögunni af Kurtz tekur Marlow
sér í lokin stöðu með hugmyndafræði vestrænnar siðmenningar sem rétt-
lætir feðraveldisyfirburði karla yfir konum og Evrópu yfir hertekinni og
kvengerðri Afríku.
Fremur en að styrkja þau viðmið rannsókna á módernisma sem ganga
alltaf út frá miðju/jaðar-tvenndinni grefur skáldsaga Conrads látlaust undan
eigin staðhæfingum um vestræna forystu með því að færa í frásögur ótal
miðjur og upprunastaði. Í samhengi við skáldsögur Woolf, Salih og Roy
birtist í Heart of Darkness enn skýrari viðleitni til þess að draga fram í dags-
ljósið síkvikar stöðusetningar ólíkra umboða, jafnvel mismunandi nútíma –
annars konar miðbika, sjónarhóla og ferðaáætlana jafnskjótt og þær mynd-
30 Sama heimild, bls. 124.
31 Sama heimild, bls. 132.
susan stanfoRd fRiEdMan