Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2013, Síða 215
215
ast, innan um ása sögu og milliríkjasamskipta. Í fyrstu skáldsögu Woolf,
svo dæmi sé tekið, er konan sem hefur stöðu Heitkonunnar sjálf ferða-
langur, sú sem yfirgefur Thames í málsgreinum sem bergmála byrjunina
á skáldsögu Conrads. Förinni er ekki heitið til Afríku heldur í nýlendu
landflótta Englendinga í Suður-Ameríku. Henni mætir „Hryllingur!“
þegar hylling Richard Dalloway á landsföðurlegu og heimsvaldasinnuðu
Bretlandi breytist skyndilega í kynferðisárás á Rachel, sem gefur til kynna
að hin Innstu myrkur liggi innan vestrænna og einkum breskra kynja-
og stéttatengsla, auk nýlendutengslanna. För Rachel inn í innstu myrkur
tekur á sig form góðlátlegrar uppfærslu á skáldsögu eftir Jane Austen sem
sveigir skyndilega og endanlega burt frá hjónabandsþemanu. Tiltölulega
gleðiríkt tilhugalíf Rachel og Terence nær hápunkti í bónorði og trúlof-
un, á siglingu upp fljót í Amazon-frumskóginum þar sem „hryllingurinn“
liggur djúpt innan hamingju hjónabandsplottsins sjálfs, hryllingur sem er
tákngerður í hraðfara niðurleið Rachel í kjölfarið, leið á vit ótilgreinds
sjúkdóms og dauða sem á sér fyrirboða í óþýðanlegum ofskynjunum henn-
ar, fullum skelfingar.
Einum fimmtíu árum síðar skrifar Salih, út frá súdönsku eftirlendusjón-
arhorni, sögu Mustafa, afburðanemanda sem ferðast frá Afríku til London,
inn í hjarta heimsveldisstórborgarinnar. Skáldsaga Salih birtist fyrst á arab-
ísku undir titlinum Mawsim al-hirrja ila l-shamal í Líbanon árið 1967 og
svo í fyrstu ensku þýðingunni undir heitinu Season of Migration to the North
árið 1969. Skáldsagan hefur verið mjög umdeild í Súdan og í arabíska
heiminum yfirleitt, kallað hefur verið eftir að hún verði bönnuð sökum
meintrar neikvæðrar myndar af íslam, eins og Nihal Bol ræðir í grein sinni
„Sudan Pressure on Novelist and Singer“.32 Þessar deilur hafa þó ekki haft
áhrif á mikilvæga stöðu verksins innan arabískra samtímabókmennta, eins
og greint er frá í A Season of Migration to the North: A Casebook, sem kom
út í Beirút í ritstjórn Monu Takieddine Amyuni.33 Í enskri þýðingu hefur
Season öðlast sjálfstætt líf sem víðlesinn texti, miðlægur í kanónum eft-
irlendufræða og -skáldskapar. Skáldsagan er viðurkennd fyrir fagurfræði-
lega andagift sína og pólitískan sannfæringarkraft og gjarnan er rætt um
32 Nihal Bol, „Sudan Pressure on Novelist and Singer“, Electronic Mail & Guardian,
21. maí: http://mg.co.za/mg/news/97may2/21may-sudan.html. [Vísað er til greinar
frá 1997 sem ekki er lengur aðgengileg á vefnum. Aths. þýðanda]
33 Mona Tekieddine Amyuni (ritstj.), Season of Migration to the North: A Casebook,
Beirut: American University of Beirut, 1985.
MENNINGARLEG HLIðSKIPUN OG ÞVERÞJÓðLEGT LESLANDSLAG