Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2013, Page 216
216
hana sem endurritun á Heart of Darkness og þar eru mikilvægar greiningar
Mohammad Shaheen, Saree Makdisi og Edward Said.34
Hér er komin ranghverfa á reisu Kurtz til suðurs, sem hefst með hug-
sjón og endar með skepnuskap og örvilnan: Mustafa ferðast norður og
hefur för sína á því að umfaðma nútímann og förin endar, að því er virðist,
á því að mennska hans tortímist við sjálft hjarta heimsvaldasinnaðrar sið-
menningar. Þarna í norðrinu lýtur hann í lægra haldi fyrir frumofsafeng-
inni þrá Norðursins til hans og síðan höfnun á honum. Hann táldregur
þrjár hvítar konur sem eru gagnteknar af biksorta hans. Hann kvænist
þeirri síðustu og myrðir hana áður en hann snýr aftur til Súdan, frjáls
maður eftir vitnisburð tengdaföðurins, sem talar fyrir réttinum þjakaður af
sektarkennd og sáttfýsi. Síðar sest Mustafa að sem aðkomumaður í sveita-
þorpi og þegar hann fer að finna fyrir áhrifum nútímavæðingar eftirlendu-
tímans afneitar hann menntun sinni og viðdvöl í Bretlandi, kvænist fagurri
konu úr þorpinu og umfaðmar akuryrkjulíf sveitasælunnar í Súdan. Í laumi
viðurkennir hann aftur á móti að hann beri enga þrá í brjósti til þessarar
þorpskonu og hans stærsta gleði er leynilegt grúsk í vestrænni klassík á
einkabókasafni sem myndi sæma enskum hefðarmanni. Sem spegilmynd
af Kurtz, sem gerðist frumbyggi, er Mustafa „svartur Englendingur“ sem
sýnir sitt dulda sjálf aðeins fyrir meginsögumanni skáldsögunnar, ungum
manni úr þorpinu sem snúið hefur aftur heim eftir dvöl erlendis. Dag einn
hverfur Mustafa og ekki er alveg ljóst hvort hann sviptir sig lífi með því að
fleygja sér í ána eða flýr aftur til Vestursins.
Rétt eins og Marlow er meginsögumaður Seasons óviss um merkingu
fjölraddaðrar frásagnarinnar og afdrif hinnar heillandi söguhetju. Rétt eins
og Marlow verður þessi sögumaður sífellt óáreiðanlegri. Því harðar sem
hann leggur að sér við að skilja ráðgátuna um Mustafa, þeim mun meira
ljóstrar hann upp um eigin innri baráttu í glímunni við spurningar um
hefð og nútíma, sjálf og annan í samhengi eftirlendu og aðgreiningar á
milli stétta, kynja og kynþátta innan Súdan. Ennfremur stillir skáldsagna-
tvennan Heart of Darkness og Season of Migration to the North sögum „hvíta
Afríkumannsins“ Kurtz og „svarta Englendingsins“ Mustafa upp hlið við
hlið, frásagnir Marlows og hins nafnlausa sögumanns mynda vensl sem
34 Mohammad Shaheen, „Tayeb Salih and Conrad“, Comparative Literature Studies,
1/1985, bls. 156–171. Saree S. Makdisi, „The Empire renarrated: Season of Migra-
tion to the North and the Reinvention of the Present“, Critical Inquiry, sumar 1992,
bls. 804–820. Edward Said, „Themes of Resistance Culture“, Culture and Imperial-
ism, New York: Vintage, 1993, bls. 209–219.
susan stanfoRd fRiEdMan