Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2013, Side 218
218
að koma höndum yfir eigin sögu. Hann útskýrir þennan hnút af aðdáun/
hatri fyrir Rahel og Estha, sjö ára tvíburum, systkinabörnum sínum, og
segir að Indland sé eins og „Söguhús“.
„En við komumst ekki inn [...] því það er búið að loka okkur úti.
Og þegar við gægjumst inn um gluggana sjáum við bara skugga.
Og þegar við reynum að hlusta heyrum við bara hvísl. Og við skilj-
um ekki hvíslið vegna stríðsins sem hefur gert innrás í huga okkar.
Stríðs sem við unnum og töpuðum. [...] Stríðs sem hefur valdið því
að við dýrkum sigurvegarana og fyrirlítum okkur sjálf.“37
En frásögnin grefur undan þessari kröfu um einhliða fórnarlambsstöðu,
ljóstrar upp um félagsleg og kynbundin forréttindi hans og knýr á um að
Indverjar horfist í augu við þá sögu þar sem hún er samtengd landfræði-
pólitísku eftirlendusögunni. Tvíburarnir tengja myndlíkingu Chackos
um Söguhús við raunverulegt hús handan árinnar, yfirgefið býli Akkara-
fjölskyldunnar í hjarta gamallar gúmmíplantekru. Þetta Söguhús, sem Roy
nefnir ítrekað Hjarta myrkurs og Myrkur hjartans, er byggingarfræði-
legur uppskafningur (e. palimpsest), rýmisleg holdtekja fjölþættra sögulegra
orsakavensla. Hér rak breskur maður gúmmíplantekruna sína á nýlendu-
tímanum, hann gerðist „innfæddur“ og fyrirfór sér. Eins og Salih gerði á
undan henni umritar Roy Conrad til að segja sögu sína:
Svarta herrans. Englendingsins sem hafði „aðlagast“. Sem kunni
malajalam og gekk í múndú. Hinn sérstaki Kurtz Ayemenemsþorps.
Og Ayemenem hans eigin Innstu myrkur. Hann hafði skotið sig
gegnum höfuðið tíu árum áður þegar foreldrar unga elskhugans
hans höfðu tekið drenginn af honum og sent hann í skóla.38
Hér, á eftirlendutímanum, getur að líta Ammu – hina fögru, fráskildu
systur Chacko sem sætir tvöfaldri refsingu fjölskyldunnar fyrir ástargift-
ingu og skilnað og er synjað um fjárhagslegt og erótískt frelsi síns fráskilda
bróður. Á laun hittir hún elskhuga sinn, Velutha, hinn Ósnertanlega sem
hún snertir meðan hann snertir hana og þannig eru félagslegar siðareglur
tvíbrotnar. Hér horfa börnin hennar upp á lögregluna ganga í skrokk á
37 Arundhati Roy, The God of Small Things, New York: Random House, 1997, bls. 52.
Hér er vitnað í íslenska þýðingu bókarinnar: Arundhati Roy, Guð hins smáa, þýðandi
Ólöf Eldjárn, Reykjavík: Forlagið, 1998, bls. 60.
38 Arundhati Roy, Guð hins smáa, bls. 60.
susan stanfoRd fRiEdMan