Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2013, Page 219
219
sinni heittelskuðu föðurmynd, Velutha, og skilja hann eftir nær dauða en
lífi í refsingarskyni fyrir að brjóta Ástarreglurnar. Hingað snýr Rahel aftur
árið 1992 og þá hefur fjölþjóðlegt stórfyrirtæki opnað þemahótel fyrir túr-
ista sem eru ólmir að berja augum hið „raunverulega“ Indland. Sem bæði
„hjarta myrkursins“ og „myrkur hjartans“ rammar Söguhúsið inn land-
fræðipólitísk, kynþáttatengd, kynjabundin, félagsleg og ættbálkabundin
valdatengsl – það er martröð valdatengsla bæði alþjóðavettvangs og heim-
ilis sem íbúarnir streitast við að vakna af. Það stendur í textatengslum ekki
aðeins við orðræðu eftirlendunnar innan Indlands heldur við mörg önnur
„Söguhús“ í breskum módernisma: Howards End Forsters, Martello Tower
hjá Joyce og Eccles Street í Ulysses, Talland House í To the Lighthouse og „A
Sketch of the Past“ eftir Woolf, Knole í Orlando, Pointz Hall í Between the
Acts, og hótelið og villuna í The Voyage Out. Þegar lesið er í gegnum linsu
Söguhúss Roys birtast þverþjóðlegar víddir þessara húsa skýrar en ella.
„Sveigjan“: Kyn, kynþáttur og þjóðerni í Woolf og Salih
Umritanir Roy á Conrad og Forster setja formgerðir heimilis, kyns og
þjóðfélagsstöðu í brennidepil um leið og þær hvíla á þverþjóðlegum
frásögnum af nýlendu- og eftirlendutíma. Þessi áhersla á marga þætti
sjálfsmyndarinnar dregur fram í dagsljósið hvernig menningarleg hlið-
skipun hindrar einfalda niðurröðun texta einvörðungu á grundvelli þjóð-
ernis. Hvaða landfræðilega staðsetning sem er – hvort sem það er London,
Kongó, Súdan eða Kerala – er til innan í stærra þverþjóðlegu landakorti af
valdatengslum. En hún felur einnig í sér sögu staðbundinna forystuhlut-
verka og valdapíramída sem víxlverka við sömu öfl á öðrum stöðum jarð-
arkringlunnar. Hliðstaða texta frá ólíkum hnitum nútímans hjálpar til við
að gera staðbundin valdatengsl sýnileg, draga fram í dagsljósið fjölþættar
og oft ósamkvæmar fylkingar kynja, kynþátta og stétta jafnt sem þjóðerna.
Slíkar síbreytilegar fylkingar eru bersýnilegar í þeim þverþjóðlega klasa
texta sem hér hefur verið til umfjöllunar – Heart of Darkness, The Voyage
Out, Season of Migration to the North, og The God of Small Things. Athygli
á kyni, trú, þjóðfélagsstöðu og kynþætti til jafns við þjóðerni kallar fram
ólíkar og stríðandi aðferðir við að skipa rithöfundunum saman. Í land-
fræðipólitískum skilningi eru Conrad og Woolf breskir módernistar sem
gagnrýna bæði heimsveldið í skáldverkum sínum um leið og þau viðhalda,
í mismiklum mæli, einsleitni hins kynþáttabundna annars. Sem eftirlendu-
höfundar ljá Salih og Roy áhrifamætti og hugveru hins misleita og ekki-
MENNINGARLEG HLIðSKIPUN OG ÞVERÞJÓðLEGT LESLANDSLAG