Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2013, Page 220
220
hvíta annars rödd. Í kynjabundnum skilningi eiga Salih og Roy aftur á móti
sameiginlega notkun á konum sem táknrænum grunni þar sem mynd karl-
lægrar hugveru tekur á sig form. Woolf og Roy beina þar á móti nákvæmu
kastljósi að kynjuðum ranglætisverkum heimilis og þjóðar sem einatt gera
samsömun kvenna við þjóðflokka, kynþætti eða þjóðernishópa svo örð-
uga. Trúmál tefla að sama skapi fram þversögnum. Í augum Conrads og
Woolf er kristnin og siðvæðingarverkefni hennar sá hugmyndafræðilegi
gljái sem réttlætir evrópska heimsvaldastefnu, hræsni sem báðir rithöfund-
ar fletta ofan af. Í skáldsögu Roy eru hinsvegar Nasrani-kristnir (e. Syrian
Christians) í senn andsnúnir heimsvaldastefnunni og hliðhollir hindúaelítu
sem beinist gegn lágt settum og óskipulögðum stéttum. Í skáldsögu Salih
má sjá stigveldi trúarbragða frá norðri til suðurs – frá evrópskum krist-
indómi til arabískra múslima í Norðri Súdans, frá kristnum/andatrúar-
mönnum í Suðri Súdans – sem á svipaðan hátt kemur í stað nálgunar út frá
andstæðukerfi.
Ólík orðræða um kynþætti, erfðastéttir, þjóðerni og trúarbrögð í öllum
fjórum skáldsögunum flækir alla sjálfvirka niðurröðun texta sem einvörð-
ungu byggist á einhverjum einum þessara samsemdarþátta. Alhæfingar um
karlkyns eða kvenkyns módernisma, heimsvaldasinnaðan eða eftirlendu-
sinnaðan módernisma og kristinn eða ekki-kristinn módernisma heldur
ekki vatni frammi fyrir þessari krossvíxlan sameiginlegra sjálfskennsla.
Innan í flæði síbreytilegra sjónarhorna ætti engin ein kví að hafa forgang
umfram aðrar. Menningarlegar birtingarmyndir nútíma og módernisma
krefjast þess að gagnrýnandinn gefi gaum að fjölbreytilegri afstöðu ein-
staklinga og hópa á ólíkum ásum valds. Þær krefjast þess einnig að sjónum
sé beint að flakkandi nútímum og þverþjóðlegri, fjölgyðiskenndri deiglu
sem mótast í þvermenningarlegum samskiptum á mörgum stöðum sem
hver og einn er sín eigin miðja.
Þessar margbrotnu, síkviku sjálfskennslakvíar í þróun mynda einnig það
sem ég kýs að kalla „sveigjuna“, þegar frásagnarlína sem er byggð á einni
hlið hópsjálfsmyndar snýst skyndilega í ólíka átt sem byggist á öðrum sam-
félagslegum venslum. Þessi sveigja verður nokkurs konar rof sem lesháttur
byggður á menningarlegri hliðskipun styrkir. Innan eins og sama texta
geta frásagnareindir tengdar ólíkum þáttum sjálfsmynda oft gripið frammí
hver fyrir annarri – og með því á ég við að frásagnarlínur um kyn, kynþátt
eða þjóðerni gegna oft hlutverki kveikimarks að rofi sem fagurfræði óviss-
unnar hnitar hringi um, þær valda flækjunni sem hindrar einfaldan lestur
susan stanfoRd fRiEdMan