Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2013, Síða 222
222
bældir, enskir túristar sem leita rómanskrar hlýju og lífsorku á Ítalíu í A
Room with a View og Where Angels Fear to Tread, en með Kurtz eða Marlow
í verki Conrads eða síðari tíma ferðalöngum og nýlenduherrum Forsters í
A Passage to India. Hvers vegna leggur Woolf upp með nýlenduþemu Heart
of Darkness fyrst hún sveigir svo burt frá þeim?
ég tel að aðferð Woolf við niðurrif hjónabandsþemans tengist ísmeygi-
legri afbyggingu nauðsynjar nýlendusöguþráða á andstæðutvenndinni sið-
menntun/villimennska, vestrinu og restinni. För Rachel upp ónefnt fljót á
Amasonsvæðinu bergmálar beinlínis reisu Marlows inn í hjarta Afríku og
leiðir bæði til trúlofunar hennar og hins dularfulla sótthita sem dregur
hana til dauða. Rétt eins og upplifanir Marlows flökta á milli hins ann-
arlega og kunnuglega gangast Terence og Rachel næstum orðalaust undir
óhjákvæmilega trúlofun sína, í framandi andrúmslofti þar sem þögul áin
streymir fram af krafti og skuggum sleginn Edensskógurinn umlykur
þau, fullur af einkennilegum ávöxtum og skarkala hitabeltisins. En öfugt
við Conrad setur Woolf menningarlega eftirmynd (e. cultural mimesis) í
forgrunn skáldsögu sinnar. Menningarleg eftirmynd, í merkingunni eft-
irlíking eða speglun menningarlegrar iðju þvert yfir landamæri hins ólíka,
er hugtak sem ég fæ að láni úr mannfræði, einkum frá Michael Taussig,
Mimesis and Alterity.41 Menningarlegra eftirmynda sér einnig stað í Heart
of Darkness, bersýnilegast í gagnkvæmu glápi Marlows, stýrimannsins og
afrísku konunnar. En því meira sem Marlow nálgast húsaþyrpingu Kurtz,
umlukta hauskúpum, þeim mun meiri áherslu leggur frásögn hans á menn-
ingarlega sundurleitni – mismuninn á villimennsku og siðmenntun. Í sen-
unum þar sem hjónabandsþemað í The Voyage Out nær hápunkti sínum
verða mörk andstæðuhugsunar nýlendustefnunnar aftur á móti óskýrari.
Tilhugalífsplottið á leiðinni upp ána er með tveimur hliðstæðum trú-
lofunarsenum sem tvinnast saman við senur af þvermenningarlegum sam-
fundum sem fela í sér ískyggilega blöndu eftirlíkingar og mismunar. Þegar
Terence og Rachel halda fyrst af stað ein út í skóginn skilja þau til dæmis
við Helen þar sem hún situr á stól sem er líkt við „grænu sætin í Hyde
Park“42 og þau fara eftir „breiðum stíg sem hlykkjast um skóginn samsíða
ánni. Hann líktist akvegi í enskum skógi, nema hvað við hlið hans uxu
41 Michael Taussig, Mimesis and Alterity: A Particular History of the Senses, London:
Routledge, 1993; Sjá einnig: Susan Stanford Friedman, Mappings: Feminism and
the Cultural Geographics of Encounter, Princeton: Princeton University Press, 1998,
bls. 74–78, 123–125, 143–148, 163–165, 177–178.
42 Virginia Woolf, The Voyage Out, bls. 269–270.
susan stanfoRd fRiEdMan