Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2013, Page 223
223
hitabeltisrunnar með sínum sverðlaga laufum.“43 Sögumaðurinn ítrekar
þessa lýsingu – „Þau voru aftur stödd á breiðum stígnum, eins og á akvegi
í enskum skógi“ – rétt eftir sína fyrstu einkennilega eftirlíkingarkenndu
ástarjátningu:
Þögn virtist hafa slegið á heiminn. [...] „Við erum hamingjusöm
saman.“ Hann virtist ekki vera að tala, eða hún að hlusta. „Mjög
hamingjusöm,“ svaraði hún. [...] „Við elskum hvort annað,“ sagði
Terence. „Við elskum hvort annað,“ endurtók hún. Síðan var þögn-
in rofin af röddum þeirra sem sameinuðust í einkennilega tónuðum,
framandi hljóðum sem mynduðu engin orð.44
Veröldin umhverfis þau er bæði „fjarlæg“ og jafn kunnugleg og enskur
almenningsgarður. Fræðimenn hafa deilt um hvort þessi áberandi klifun
bendi til útópískra gagnvirkra samskipta eða kvenlegrar óvirkni í tilhuga-
lífsplottinu. ég tel margræðnina vera af ráðnum hug, hluta af leik textans
með óvissu. En það sem vekur áhuga minn er hvernig klifanir parsins
– ekki aðeins á orðum hvors annars heldur á hjónabandsplottinu sjálfu –
samtvinnast innan frásagnarinnar við senur menningarlegra eftirmynda
milli sjálfs og erlends annars. Þessi speglun storkar nýlenduþemanu um
sjálf/annan í Heart of Darkness, kannski til að leggja áherslu á hliðstæða
árás verksins á tvíhyggjuna sem liggur hjónabandsplottinu til grundvallar.
Seinni trúlofunarsenan á leiðinni upp fljótið í frumskóginum ítrekar
og útvíkkar tvíveðrung hinnar fyrri: birtingu og afbyggingu andstæðu-
tvenndarinnar siðmenning/villimennska. Þegar túristaleiðangurinn nálg-
ast „frumbyggjaþorpið“ taka þau eftir kofa McKensie sem dó úr hitasótt
„nánast innan seilingar siðmenningarinnar“.45 Sýnin er forboði um örlög
Rachel, því hún deyr úr sótthita, „nánast innan seilingar“ hjónabandsins,
sem er nafnhvörf yfir siðmenninguna sjálfa. Írónían heldur áfram þegar
„siðmenningin“ sem McKensie var í seilingarfjarlægð við reynist ekki
vera Santa Marina, sjávarþorpið í fjarskanum, heldur frumbyggjaþorp.
Aðkoman að þessu frumbyggjaþorpi minnir túristana á „enskan garð“, flat-
irnar í heimreiðinni að ensku sveitasetri: „Á báðum bökkum fljótsins var
opið svæði sem minnti á ræktarlegan grasbala, því mýkt og skipulag svæð-
isins gaf til kynna mennska umhirðu. [...] Svo langt sem augað eygði reis
43 Sama heimild, bls. 270.
44 Sama heimild, bls 271–272.
45 Sama heimild, bls. 277–278
MENNINGARLEG HLIðSKIPUN OG ÞVERÞJÓðLEGT LESLANDSLAG