Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2013, Side 224
224
þessi flöt og hneig með ölduhreyfingum eins og gamall, enskur garður.“46
„Þetta gæti verið Arundel eða Windsor ... ef runninn með gulu blómunum
væri höggvinn niður,“ segir herra Flushing, leiðangursstjórinn, en Hirst
hefur á orði: „Óttalegur asni var ég að koma ekki með Kodak-myndavélina
mína.“47 Hinir sérstöku túristar finna ekki fyrir villimennsku heldur sið-
menningu og slíkur fundur, siðmenning í miðjum frumskóginum, er þeim
svo framandi að það kallar á ljósmynd. Þetta er afbrigði siðmenningar á
miðju Amasónsvæðinu – enn eitt tilvik „nýlendulegrar eftirlíkingar“, hér
menningarleg eftirmynd sem kollvarpar forræði þeirrar heldri menningar
sem Woolf átti eftir að útmála sem hola og „frumstæða“ í húsinu Pointz
Hall í Between the Acts.
Hin menningarlega eftirmynd nýlenduplottsins í The Voyage Out liggur
samsíða svipuðum óhugnaði í hjónabandsplottinu. Seinni ástarjátning-
arsenan milli Terence og Rachel er staðsett á milli senu þegar nær dregur
þorpinu og senunnar inni í þorpinu sjálfu. Eigi að síður er samband þessarar
ástarsenu við hefðbundnar ástarsenur markað af skopstælingu – eftirmynd
í kynjaplottinu sem á sér forvera í menningarlegri eftirlíkingu í nýlendu-
plottinu. Senan er full af þögnum, þvoglumæltu muldri og bergmáls-
spurningum sem sveigja að einhverju leyti frá þeirri ástríðufullu tjáningu á
tryggð sem lesandinn gæti með réttu vænst af tilhugalífslýsingu: „Þau voru
bæði þögul. „Elskarðu mig?“ spurði Terence loks og rauf með því þögnina
með erfiðismunum. [...] Hún muldraði eitthvað óskiljanlegt sem endaði á:
„En þú?“ Og andartaki síðar hélt hún áfram: „Er ég ástfangin – er þetta að
vera ástfangin? – munum við giftast hvort öðru? [...] Hjónaband?““48 Eins
og fyrri ástarjátningin felur sú síðari í sér einkennilega eftirhermukennt
samtal elskendanna: „„Hvað hefur gerst,“ byrjaði hann, „hvers vegna bað
ég þín? Hvernig gerðist það?“ „Baðstu mín?“ velti hún fyrir sér. [...] „Við
sátum í moldinni,“ rifjaði hann upp. „Við sátum í moldinni,“ staðfesti hún.
[...] Og hún sagði hátt við Terence: „Þetta er hamingjan.“ Hann svaraði um
leið og hún sleppti orðinu: „Þetta er hamingjan.“49
Sveigt er burt frá hryllilegri aðkomunni að húsaþyrpingu Kurtz; koma
túristanna í frumbyggjaþorpið til að góna og kaupa handverksmuni í The
Voyage Out kemur í beinu framhaldi af þessari ankannalegu heitbindingu.
Líkt og Mark Wollaeger hefur sýnt fram á kallar þessi sena fram and-
46 Sama heimild, bls. 279.
47 Sama heimild, bls. 279.
48 Sama, bls. 280–281.
49 Sama, bls. 282–283.
susan stanfoRd fRiEdMan