Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2013, Side 227
227
Salih er þó ekki hægt að leggja að jöfnu við Mustafa fremur en Conrad við
Marlow. Þegar nánar er litið á kynjaafstæður skáldsögunnar flækjast land-
fræðipólitísk þemu hennar, samspil afrískrar hefðar og evrópsks nútíma
verður margræðara og táknmynd hins undirokaða sem nauðgunarfórnar-
lambs sem gerist nauðgari kemst í uppnám.
Tengsl Mustafa við hvítu konurnar þrjár sem hann táldregur í London
leggur upp nýlendulegt hefndarplott – þær leiðast út í sjálfsvíg og morð
sakir þess hve hann spilar kaldrifjað á þrá þeirra eftir hinum svarta, frum-
stæða, erlenda öðrum. Í þessum skilningi er Mustafa ranghverfan á Kurtz í
sögu Conrads sem táldregur tiginborna, afríska konu sem rambar upp frá
því út í orðvana örvilnan. En svörtu og hvítu konurnar í Afríku innleiða
ráðgátur í þessa eftirlendufrásögn og fela í sér markverða „sveigju“ frá
einföldum umsnúningi á ferðasögu Conrads.
Fyrsta sveigjan birtist í móður Mustafa, ekkju sem elur upp son sinn án
umhyggjusemi eða hlýju. Eins og Mustafa segir meginsögumanni skáldsög-
unnar, reyndist hún honum ávallt „aðkomumanneskja“ með grímukennt
andlit, hann varð með öllu frjáls undan því að finnast hann skuldbundinn
fjölskyldunni.55 Þegar honum býðst námsstyrkur í Kaíró lætur hún hann
fá peninga og segir: „„Þetta er þitt líf og þú mátt gera það sem þú vilt við
það“ [...] Þannig var kveðjustundin okkar: engin tár, engir kossar, ekkert
vesen.“ „ég var kaldur eins og ísvöllur,“ segir hann sögumanninum.56
Kuldi hennar endurfæðist í honum, sem birtist skýrast í samböndum hans
við hvítu konurnar í London. Það er ekki fyrr en miklu síðar í skáldsög-
unni að einn af aukasögumönnunum hefur orð á atriði í forsögu hennar
sem kann að skýra óhefðbundna hegðun hennar, sem markast að því er
virðist svo mjög af nútímalegri trúfestu við frelsi einstaklingsins: „Sagt
er að mamma hans hafi verið þræll úr suðrinu, af ættbálkum Sandi eða
Baria,“57 sem giftist manni að norðan, manni af Ababda-ættbálkinum sem
hjálpaði herliði Kitchener að endurheimta Súdan. Hér er komin önnur
saga um tengsl milli Suðurs/Norðurs og „fólksflutninga til norðurs“ en
nú sýnir hún fram á tilvist afrísks þrælahalds, samsekt Afríkumanna í land-
vinningum Evrópumanna, mansal á konum undir eignarhaldi karla og
with the Sudanese Novelist, Washington, D.C.: Embassy of the Democratic Republic
of the Sudan, 1982, bls. 15–16.
55 Tayeb Salih, Season of Migration to the North, þýðandi Denys Honson-Davies,
London: Heinemann, 1969, bls. 19, 21–23.
56 Sama heimild, bls. 23.
57 Sama heimild, bls. 54.
MENNINGARLEG HLIðSKIPUN OG ÞVERÞJÓðLEGT LESLANDSLAG