Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2013, Side 229
229
Það er svo enn til að flækja blandaðan frásagnarþráðinn hvernig lýsing
meginsögumanns á nautnalegri hlýju Hosna og ilmandi blíðu bergmálar
greinargerð Mustafa á angan, hlátri og faðmlagi einu konunnar sem virðist
hafa borið til hans hlýjan hug: hvítu konunnar, frú Robinson, eiginkonu
nýlendustjóra í Kaíró sem vingast við einmana drenginn. Hún kemur fram
við hann af þeirri móðurlegu umhyggju sem móður hans var fyrirmun-
uð, vingjarnlegri hlýju sem tengist evrópskri anganinni af henni, lykt sem
vekur með honum fyrsta vísinn að fullorðinskenndum, ef vil vill fyrirboða
um þrá hans eftir exótískum annarleika kvennanna sem hann forfærir í
London. Írónían mesta er að sadómasókískt samband hans við hvítu eigin-
konuna verður að þráhyggjukenndri ást sem hann losnar ekki undan, jafn-
vel ekki í örmum Hosna. Ef litið er til þemans um hefnd eftirlendu búans
er þrá Mustafa eftir ilmi og líkama hvítu konunnar ein tegund af Bretaást,
ó-værð (e. dis–ease) eftirlendunnar sem skáldsagan reynir að særa út. En ef
litið er til kynjaþemans, á þrá hans eftir hvítum kvenlíkama rætur í þræl-
dómi móður að sunnan í arabísku norðrinu innan kynþátta-/trúarlegrar
pólitíkur Súdan sem eftirlendu, þrældómi sem á sér afleiðingar í kulda
hennar í hans garð og svörun hans við hlýlegum staðgengli í móðurhlut-
verki, hvítri konu úr ranni nýlenduherra í Kaíró. Rétt eins og í The God of
Small Things grípa kynjastef fram í fyrir hreinræktuðum heimsvalda-/eft-
irlendulestri skáldsögunnar.
Þessi kynjaknúna sveigja frá þemanu um hefnd eftirlendubúans magn-
ast upp í sögu meginsögumannsins, persónunnar sem er mesta hliðstæðan
við Marlow. Hrifningin sem Mustafa er ófær um að hafa á Hosna öðlast líf
í þessum sögumanni sem upplifir með henni – og einkum í ilmi hennar –
nokkuð af þeirri nánd sem Mustafa fann hjá frú Robinson. En þar er á ferð
þrá sem sögumaðurinn er of bældur til að fylgja eftir og þar af hlýst keðju-
verkandi ferli af þvinguðu hjónabandi, morði og sjálfsmorði. Óvirk og til
þess að gera „hefðbundin“ exótísering sögumanns á Hosna er í mótsögn
við tilraunir hennar til að fylgja eigin þrám, vera „nútímakona“. Hún gerir
honum ljósan vilja sinn til að giftast honum, en hann heldur í óbreytanlega
hefðbundna hætti og getur ekki fylgt eigin löngunum, tregða hans leiðir til
hörmunga. Hún sýnir fram á hvernig hefðir geta verið opnar fyrir breyt-
ingum meðan hann er fulltrúi nostalgískrar þrár eftir afturhvarfi. Flóknar
brautir ferðar og þrár, norðurs og suðurs, í skáldsögunni trufla fastmótað
tvenndarkerfi landafræðipólitíkur eftirlendunnar. Kyn fara þvers og kruss
yfir norður/suður leiðakerfisins til að flækja frásögnina og torvelda þannig
MENNINGARLEG HLIðSKIPUN OG ÞVERÞJÓðLEGT LESLANDSLAG