Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2013, Síða 230
230
alla einfaldaða venslaskipun norðurs og suðurs með köldu og heitu, sjálfi
og öðrum, nýlenduherra og nýlendubúa, kúgara og fórnarlambi, hefð og
nútíma.
Niðurstaða
Lesháttur sem byggist á menningarlegri hliðskipun og beitt er til að öðlast
skilning á landslagi módernisma og nútíma í Heart of Darkness, The Voyage
Out, Season of Migration to the North og The God of Small Things dregur fram
mikilvægi staðarins sem hvert og eitt verk sprettur úr og hlutverk rýmis í
frásögnunum. Hver texti gefur staðsetningu sína vandlega til kynna og
endurspeglar ólíkar upplifanir á nútímanum, ólík sjónarhorn á hann. Hver
texti er gegnsósa í eigin sögu og krefst þess sem Clifford Geertz hefur kall-
að „þykka lýsingu“61 svo að sértækni hans fái skilist. Rýmisbundin afstaða
dregur fram hvernig nútímar spretta fram á ólíkum stöðum og ólíkum
tíma, hver og einn með sínum staðbundna eða mállýskubundna framburði,
og hjálpar þannig til við að losa um þrautseigt tangarhald Evrópumiðunar
í rannsóknum á módernisma. Einnig varpar hún ljósi á hvernig hnattrænt
samspil endurspeglast í staðbundinni tilurð nútímans – hvernig hugvera
eins mótast í samskiptum við aðra sem gjarnan eru óeiginleg og fólgin í
merkingarbærum ferðalögum um rými og byggingar sem fólk fer inn í og
út úr.
ég kýs að ljúka þessum menningarlegu hliðskipunum með stuttri sam-
antekt á því hvað ég á við með því að lesa módernisma og málefni eft-
ir(ný)lenda í þverþjóðlegu landslagi. Í því skyni að skipta út allsráðandi
Evrópumiðuðu módeli módernismans, mynduðu úr hvítri, karlkyns miðju
með kvenkyns og/eða kynþáttabundnum öðrum að fylgihnöttum, kalla ég
eftir landfræðipólitískri samverkunarhyggju sem krefst ákveðinnar rým-
isiðkunar, byggðri á menningarlegri hliðskipun, nokkurs konar landfræði-
hugsunar sem tekst á við merkingu staðsetningar og ferðalýsinga í fram-
leiðslu nútíma og fagurfræðilegra birtingarmynda þeirra. Sem fyrirbæri í
sífelldum samruna ferðast módernisminn án afláts, hann þýðir, umplantar
og þjóðgerir – hnattrænt og ekki út frá einum upprunastað. Hann sprett-
ur fram úr ólíkum miðjum, úr mismunandi reynslu af nútímanum [sem
ekki er aðgreind hver frá annarri heldur tengist gagnkvæmt í mynstrum
eftirlíkjandi speglana og mismunar]. Innan þessa hugsanlega hnattræna
landslags leika kyn, þjóðerni, kynþáttur og trú sérstaklega mikilvægt hlut-
61 Clifford Geertz, The Interpretation of Culture, New York: Basic Books, 1973.
susan stanfoRd fRiEdMan