Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2014, Blaðsíða 16

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2014, Blaðsíða 16
15 Víkjum enn á ný að þætti læknisfræðinnar í tengslum við gagnstæðu- kynja hugmyndafræðina sem áður er nefnd og áhrif hennar á þaulsetnar hugmyndir í menningunni um líkamann og mikilvægi „rétts“ útlits kynfær- anna. Í því samhengi vil ég ítreka framlag læknisins Johns Money en hann þróaði kenningu sína frá 1955 áfram og styrkti fremur en dró úr tvenndar- hyggju og gagnstæðukynjalíkaninu í bókinni Man and Woman, Boy and Girl (1972). Í henni fjallar hann ásamt Anke Ehrhardt um æskilega meðferð ein- staklinga sem fæðast með „óeðlilegt“ útlit kynfæra.31 Money og Ehrhardt greindu skýrt á milli kynferðis og kyngervis, þ.e. líffræðilegra ytri kynfæra og menningarlegra kynhlutverka kynjanna tveggja. Upphaflegt markmið rannsókna þeirra var að rannsaka þróun kynvitundar, þ.e. þá upplifun sem einstaklingar hafa sem karlar eða konur. Viðföng rannsókna þeirra voru einstaklingar með órætt kynferði (e. ambiguous sex), þ.e. sem höfðu fæðst með kynfæri sem ekki var unnt að flokka sem annað hvort karl- eða kven- kyns. Kynferði skilgreindu þau sem hæfni kvenkyns og karlkyns kynfæra til æxlunar en kynvitund (e. gender identity) sem stöðuga eða óstöðuga innri upplifun af því að vera karlkyns eða kvenkyns.32 Kynhlutverk var í þeirra huga allt sem manneskja segir og gerir í því skyni að tjá, fyrir sjálfum sér og öðrum, að hún sé karkyns, kvenkyns eða af óræðu kyni. Rannsóknir Moneys og Ehrhardts sýna því ákaflega glöggt hvernig þetta þrennt, kyn- ferði, kyngervi og kynvitund, er samofið: Kynvitund er sögð vera innri reynsla af kynhlutverki en kynhlutverk ytri tjáning kynvitundar. Hvort tveggja byggist á líffræðilegu kyni, með öðrum orðum kynfærunum. Samkvæmt sálfræðingnum Suzanne Kessler skírskotuðu öll fræðileg skrif um kynferði og kyngervi eftir miðjan 8. áratug síðustu aldar til rann- sókna Johns Money, ekki síst sjúkrasögu sem birtist í rannsókn frá 1972.33 Þannig vildi til að næstum allur limur lítils drengs var óviljandi skorinn burt við skurðaðgerð sem gerð var til að losa um forhúð sem þrengdi að. Money sem kom að málinu ályktaði að án lims gæti drengurinn ekki þróað eðlilega karlkyns kynvitund og breytti í framhaldinu drengnum í stúlku með skurðaðgerð. Sjúkrasagan er ekki síst áhugaverð vegna þess 31 John Money og Anke Ehrhardt, Man and Woman, Boy and Girl: the differentiation and dimorphism of gender identity from conception to maturity, Baltimore: John Hopkins University Press, 1972. Money sem var læknir og Ehrhardt sem var sálfræðingur fjölluðu einnig um transfólk og kynvitund þeirra í þessari bók. 32 Sama heimild, bls. 13–14; bls. 4. 33 Suzanne Kessler, Lessons from the Intersexed, new Brunswick, new Jersey and London: Rutgers University Press, 2000, bls. 5–6. Greinarhöfundur fylgir náið túlkun Kessler á þessari sjúkrasögu hér á eftir. EITT, TVö, ÞRJÚ KYn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204
Blaðsíða 205
Blaðsíða 206
Blaðsíða 207
Blaðsíða 208
Blaðsíða 209
Blaðsíða 210
Blaðsíða 211
Blaðsíða 212
Blaðsíða 213
Blaðsíða 214
Blaðsíða 215
Blaðsíða 216
Blaðsíða 217
Blaðsíða 218
Blaðsíða 219
Blaðsíða 220
Blaðsíða 221
Blaðsíða 222
Blaðsíða 223
Blaðsíða 224
Blaðsíða 225
Blaðsíða 226
Blaðsíða 227
Blaðsíða 228
Blaðsíða 229
Blaðsíða 230
Blaðsíða 231
Blaðsíða 232
Blaðsíða 233
Blaðsíða 234

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.