Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2014, Blaðsíða 18
17
sannleikur fyrir foreldrum barna sem fæddust með óvenjuleg kynfæri.38
Skurðaðgerðirnar sem slíkar voru aðeins punkturinn yfir i-ið í þessu mikla
álitamáli, segir Kessler. Þær urðu verkfærið til að viðhalda tvenndarhyggju
varðandi kynin tvö, eða það sem hér hefur verið kallað gagnstæðukynjalík-
an og tengist gagnkynhneigðu regluveldi sem, eins og áður segir, byggist á
að kynin séu tvö, með gagnstæð kyn- og æxlunarfæri og hneigist kynferð-
islega hvort að öðru. Séu þessar forsendur til staðar, segir Kessler, er ljóst
að krafan um skurðaðgerðir verður sterk. Kessler er sammála Butler um
að hugmyndir um kyngervi manneskjunnar megi ekki njörva niður innan
gagnstæðukynjalíkans einvörðungu þar sem slíkt aftri hugmyndum um
enn meiri fjölbreytileika kyngervis. Hvort kyngervið er félagslega mótað
eða ekki, eins og femínistar áttunda áratugarins voru svo uppteknir af,
skiptir þó ekki öllu máli, segir Kessler, því vandamálið liggur ekki nema
að hluta til í því. Stóra vandamálið, að hennar mati, er tvenndarhugsunin
sem stýrir öllum hugmyndum um kynferði, kyngervi og kynvitund og
byggir á gagnstæðukynjahugmyndafræðinni. Þessa niðurstöðu byggir hún
m.a. á viðtalsrannsókn frá 1990 þar sem hún tók viðtöl við sérfræðinga í
skurðlækningum sem höfðu unnið með intersex börn.39 Greining hennar
á viðtölunum við læknana sýndi að menningarlegar, viðteknar hugmynd-
ir um stærð getnaðarlims og mikilvægi gagnkynhneigðs kynlífs var ríkur
áhrifavaldur í ákvarðanatöku læknanna varðandi í hvort kynið væri réttara
að breyta barninu. Markmið skurðaðgerðanna var að skapa hamingju og
forsendur hennar voru m.a. rétt stærð getnaðarlims. Þannig, segir Kessler,
falla kyngervi og kynfæri saman í eina heild í menningu þar sem lækna-
vísindin eru fær um að skapa rétt útlit kynfæra, sannfærð um að gagnkyn-
hneigt kynlíf sé eðlilegt og eftirsóknarvert. nægjanlega stór getnaðarlimur
er lykillinn að hamingju karla og kvenna.40
Tvenndarhugsunin í þessu samhengi er röng, segir „gamla femínista-
kempan“ Kessler, vegna þess að hún samræmist ekki reynslu okkar af veru-
leikanum, hvorki af kynferði né kyngervi. Þá er hún einnig skaðleg því hún
viðheldur ákveðinni vegferð, sem enn stendur, nefnilega vegferð ónauð-
synlegra skurðaðgerða á kynfærum sem læknar telja að líti óeðlilega út sé
38 Suzanne Kessler, Lessons from the Intersexed, bls. 16–17.
39 Suzanne J. Kessler, „The Medical Construction of Gender: Case Management of
Intersexed Infants“, Signs 1/1990, bls. 3–26.
40 Sama heimild, bls. 20–21.
EITT, TVö, ÞRJÚ KYn