Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2014, Blaðsíða 38
37
á sér verk þau er honum verða að bana, svo að hann vildi unnið hafa,
nema hann fái iðran síðan, og gangi hann til skriftar við prest, og
skal þá grafa lík hans að kirkju. og þótt eigi nái hann prestfundi,
og segi hann ólærðum mönnum til að hann iðrast, og svo þótt hann
megi eigi mæla, og geri hann þær jartegnir að menn finni að hann
iðrast í hugnum, þótt hann komi eigi tungunni til, og skal þá grafa
að kirkju líkið.12
Þetta viðhorf er nokkuð frjálslynt og býður upp á að ef sjálfsvegendur fá
hægt andlát og ná að iðrast geti þeir orðið sáluhólpnir sem hverjir aðrir.
Iðrunin er sá þáttur sem virðist skilja á milli hvílu í vígðri mold eður ei.
Fordæmingin á verknaðinum sjálfum (sjálfsvígi) er hér fremur veik enda
má greina í þessum texta ríka viðleitni til að sjálfvegendur fái leg í vígðum
reit.
Í Kristnirétti hinum nýja sem er frá 13. öld, og kenndur er við Árna bisk-
up, er afdráttarlaust tekið fram að kristna menn skuli jarða í kirkjugarði.
Undantekningar eru þó til staðar og sá hópur sem ekki fær leg í kirkjugarði
er betur skilgreindur en í gamla kristniréttinum. Í Kristnirétti hinum nýja
eru þeir sem ekki hljóta leg í kirkjugarði kallaðir einu nafni Ódáðamenn.
Til þeirra töldust: Drottinssvikarar, morðingjar, tryggrofar, griðníðingar,
(dæmdir) þjófar, flugumenn, opinberir ránsmenn og bannfærðir menn.
Einnig þeir sem dóu í forboði kirkju, opinberir okurkarlar, trúvillingar,
menn eða börn sem ná ekki skírn fyrir dauða og „þeir sem hendur leggja
á sig og týna sjálfum sér, nema váðaverk verði“.13 Hér er hert á gagn-
vart sjálfsvegendum því samkvæmt þessu skyldu þeir vera grafnir utan
kirkjugarðs, nema um slys væri að ræða. Ekki aðeins skyldu þeir grafnir
án viðhafnar og utan garðs heldur nokkuð frá honum eða „eigi nærr en
í örskotshelgi við túngarð þar er hvárki sé akur né eng og eigi falli þaðan
vötn til bólstaða, og syngja eigi líksöng yfir.“14
12 Grágás. Lagasafn íslenska þjóðveldisins, Gunnar Karlsson, Kristján Sveinsson og
Mörður Árnason sáu um útgáfuna, Reykjavík: Mál og menning, 1992, bls. 9–10
(sjá einnig: Kristniréttur hinn gamli eða Þorláks og Ketils biskupa, Kaupmannahöfn:
Havniæ et Lipsiæ, 1776, bls. 36–38).
13 Járnsíða og Kristinréttur Árna Þorlákssonar, útgefendur Haraldur Bernharðsson,
Magnús Lyngdal Magnússon og Már Jónsson, Reykjavík: Sögufélag, 2005, bls.
156 (sjá einnig: Kristniréttur hinn nýi eða Árna biskups, Kaupmannahöfn: 1777, bls.
60 og 62).
14 Sama heimild, bls. 156.
DULARFULLUR oG FoRBoðInn DAUðI