Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2014, Blaðsíða 209
208
Rýmið rákað/samfellt
Hugmynd einhyggjunnar um rýmið er að finna í lokakafla bókarinnar
Þúsund flekar (Mille plateaux), síðara bindi stórvirkis Gilles Deleuze og
Félix Guattari um kapítalisma og kleyfhugasýki.8 Þar tefla þeir saman
tveimur lýsingarorðum – lisse og strié. Það liggur ekki í augum uppi hvern-
ig þýða eigi þessi hugtök, sem líta má á sem einhvers konar andstæður.
Á ensku hefur skapast sú hefð að tala um smooth og striated, og á íslensku
hefur Hildigunnur Sverrisdóttir fundið þá lausn að tala um samfellt og
rákað.9 Deleuze og Guattari hafa þetta hugtakapar fyrst í stað um rými
og tengja þá hið samfellda við það sem þeir kalla flökkurými (fr. espace
nomade), en hið rákaða við rými kyrrsetunnar (fr. espace sédentaire). Til nán-
ari skýringar á hugtakaparinu grípa Deleuze og Guattari til þess að tengja
það við vefnað og tónlist.
Að þeirra viti er rákað rými náskylt vefnaði þar sem samsíða þættir af
tveimur gerðum liggja ýmist þvert eða langsum, hornrétt hver á annan.
Þar að auki séu þættirnir ýmist fastir eða bundnir (og heita þá uppistaða)
eða lausir og hreyfanlegir (og heita þá ívaf). Jafnframt sé rýmið afmarkað,
að minnsta kosti á þverbreiddina, og það á sér líka tvær hliðar sem kalla má
réttuna og rönguna. Samfellt rými sé aftur á móti eins og filt, sem búið er
til með því að þæfa t.d. ull þannig að henni er rúllað fram og til baka uns
þræðirnir flækjast nægilega vel saman til að efnið verði samhangandi og
samfellt. Filt er með öðrum orðum býsna óreiðukennt og jafnvel skipulags-
laust efni, en notagildi þess er ótvírætt fyrir því. Deleuze og Guattari benda
á að ólíkt vefnaði búi filt ekki yfir neinni skýrri formgerð sem markist af
bundnum og lausum þráðum, eða með öðrum orðum er engin uppistaða
í því, og ekkert ívaf. Útmörk filtsins eru heldur ekki skýrt afmörkuð eða í
það minnsta eru þau ekki skilgreind fyrirfram eins og í vefnaði. Deleuze og
Guattari ganga svo langt að fullyrða að filtið sé í eðli sínu óendanlegt, það
sé opið í allar áttir og eigi sér hvorki réttu né röngu.10
Deleuze og Guattari taka einnig dæmi úr tónlist til að skýra nánar hug-
tökin um hið samfellda og hið rákaða.11 Tónskáldið, hljómsveitarstjórn-
andinn og listheimspekingurinn Pierre Boulez (f. 1925) varð samkvæmt
8 Gilles Deleuze og Félix Guattari, Mille plateaux: Capitalisme et schizophrénie II, París:
Minuit, 1980.
9 Hildigunnur Sverrisdóttir, „no equation to explain the division of the senses“,
erindi á ráðstefnunni Hugarflugi við Listaháskóla Íslands 16. maí 2013 (óbirt).
10 Deleuze og Guattari, Mille plateaux, bls. 594.
11 Sama rit, bls. 596–597.
edWARd, gunnAR ÞóR og BJöRn