Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2014, Page 209

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2014, Page 209
208 Rýmið rákað/samfellt Hugmynd einhyggjunnar um rýmið er að finna í lokakafla bókarinnar Þúsund flekar (Mille plateaux), síðara bindi stórvirkis Gilles Deleuze og Félix Guattari um kapítalisma og kleyfhugasýki.8 Þar tefla þeir saman tveimur lýsingarorðum – lisse og strié. Það liggur ekki í augum uppi hvern- ig þýða eigi þessi hugtök, sem líta má á sem einhvers konar andstæður. Á ensku hefur skapast sú hefð að tala um smooth og striated, og á íslensku hefur Hildigunnur Sverrisdóttir fundið þá lausn að tala um samfellt og rákað.9 Deleuze og Guattari hafa þetta hugtakapar fyrst í stað um rými og tengja þá hið samfellda við það sem þeir kalla flökkurými (fr. espace nomade), en hið rákaða við rými kyrrsetunnar (fr. espace sédentaire). Til nán- ari skýringar á hugtakaparinu grípa Deleuze og Guattari til þess að tengja það við vefnað og tónlist. Að þeirra viti er rákað rými náskylt vefnaði þar sem samsíða þættir af tveimur gerðum liggja ýmist þvert eða langsum, hornrétt hver á annan. Þar að auki séu þættirnir ýmist fastir eða bundnir (og heita þá uppistaða) eða lausir og hreyfanlegir (og heita þá ívaf). Jafnframt sé rýmið afmarkað, að minnsta kosti á þverbreiddina, og það á sér líka tvær hliðar sem kalla má réttuna og rönguna. Samfellt rými sé aftur á móti eins og filt, sem búið er til með því að þæfa t.d. ull þannig að henni er rúllað fram og til baka uns þræðirnir flækjast nægilega vel saman til að efnið verði samhangandi og samfellt. Filt er með öðrum orðum býsna óreiðukennt og jafnvel skipulags- laust efni, en notagildi þess er ótvírætt fyrir því. Deleuze og Guattari benda á að ólíkt vefnaði búi filt ekki yfir neinni skýrri formgerð sem markist af bundnum og lausum þráðum, eða með öðrum orðum er engin uppistaða í því, og ekkert ívaf. Útmörk filtsins eru heldur ekki skýrt afmörkuð eða í það minnsta eru þau ekki skilgreind fyrirfram eins og í vefnaði. Deleuze og Guattari ganga svo langt að fullyrða að filtið sé í eðli sínu óendanlegt, það sé opið í allar áttir og eigi sér hvorki réttu né röngu.10 Deleuze og Guattari taka einnig dæmi úr tónlist til að skýra nánar hug- tökin um hið samfellda og hið rákaða.11 Tónskáldið, hljómsveitarstjórn- andinn og listheimspekingurinn Pierre Boulez (f. 1925) varð samkvæmt 8 Gilles Deleuze og Félix Guattari, Mille plateaux: Capitalisme et schizophrénie II, París: Minuit, 1980. 9 Hildigunnur Sverrisdóttir, „no equation to explain the division of the senses“, erindi á ráðstefnunni Hugarflugi við Listaháskóla Íslands 16. maí 2013 (óbirt). 10 Deleuze og Guattari, Mille plateaux, bls. 594. 11 Sama rit, bls. 596–597. edWARd, gunnAR ÞóR og BJöRn
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220
Page 221
Page 222
Page 223
Page 224
Page 225
Page 226
Page 227
Page 228
Page 229
Page 230
Page 231
Page 232
Page 233
Page 234

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.