Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2014, Blaðsíða 60
59
verka Pollocks frá tímabilinu 1947–50 (stundum kennd við „dropa- og
slettutækni“) leiddi til þess að þau urðu miðpunktur átaka í listgagnrýni á
7. áratugnum í Bandaríkjunum. Charles Harrison hefur fjallað um klofn-
ing í túlkun og gagnrýnum viðtökum á verkum Pollocks sem rekja megi
annars vegar til þess að litið var til verkanna með áherslu á myndbyggingu
og sjónræna eiginleika þeirra, hins vegar hafi sjónum verið beint að gerð
verksins og áþreifanlegum, hlutkenndum eiginleikum þess.11 Síðarnefnda
túlkunin tengist efnislægri afstöðu, í anda literalisma12 (eða naumhyggju)
til óhlutbundinna verka sem fól í sér, að sögn Harrisons, að grafið var
undan forræði og siðareglum þeirrar áhrifaríku kenningar um módern-
ismann, sem einnig er kennd við formalisma og sett var fram af Greenberg,
og síðar studd af Michael Fried listfræðingi. Verkum Pollocks er hampað í
hefðarveldi Greenbergs sem mikilvægum áfanga í sjálfknúinni framþróun
módernismans.13 Því hafa verk hans verið tengd því stefnuleysi sem ein-
kenndi stöðu málverksins þegar hugmyndafræði Greenbergs og Frieds
ismi er oftast notuð yfir sambærilegar hræringar í bandarísku samhengi. Í grófum
dráttum voru málarar sem aðhylltust þessar stefnur m.a. undir áhrifum frá tilvist-
arhyggju, eða existensíalisma og áherslum súrrealismans á ósjálfráða tjáningu og
dulvitund. Þeir leituðust við að tjá innri veruleika í málunarferlinu og voru sumir
þeirra undir áhrifum frá austrænni heimspeki og listskrift, eða tjáningarformum
frumbyggja. Stefnurnar fólu í sér höfnun á hugmyndafræði er tengdist annars
vegar þjóðfélagsraunsæi á 4. áratugnum og hins vegar útópískum hugmyndum hins
óhlutbundna, geómetríska málverks, eða strangflatarmálverksins.
11 Charles Harrison, „Jackson Pollock“, Varieties of Modernism. Art of the 20th Cent-
ury, ritstj. Paul Wood, new Haven: Yale University Press / The open University,
2004, bls. 124–127.
12 Hugtakið literalismi (e. literalism) er ættað úr smiðju Michaels Frieds og var notað
um „and-blekkingarlega, þrívíða hluti eftir Donald Judd, Robert Morris og fleiri
listamenn um miðjan 7. áratuginn“. Sama rit, bls. 126.
13 Kenningar Greenbergs, sem tengjast formalisma í skrifum Clive Bell og Roger Fry
fyrr á öldinni, ganga út á að skýra eðli, merkingu og gildi módernískra myndlist-
arverka óháð skilningi á félagssögulegum aðstæðum við gerð og túlkun verkanna.
Formalismi Greenbergs felur í sér hugmynd um þróun málverksins – frá Manet,
impressjónistunum og Cézanne, um kúbismann til afstraktmyndlistar Mondrians
og Miró uns bandarísku afstrakt-expressjónistarnir í new York taka við keflinu á
eftirstríðsárunum – í þá átt að „hreinsa sjálft sig“ af ytri skírskotunum, þ.e. frásögn
eða táknrænni vísun til ytri hlutveruleika, og af öllu sem ekki tengdist tvívíðum
og flötum eiginleikum miðilsins sjálfs. Clement Greenberg, „Modernist Paint-
ing“ [1960, hér 1965], Art in Theory. 1900–1990. An Anthology of Changing Ideas,
ritstj. Charles Harrison og Paul Wood, Malden, oxford og Melbourne: Blackwell
Publishing, 2003 [1992], hluti VI.B, bls. 773–779.
STAðInn Að VERKI